Föstudagur, júní 21, 2024
HeimFréttirFuglarnir við ströndina

Fuglarnir við ströndina

Nýtt kynningarverkefni Rkl. Neskaupstaðar

Tvö fræðsluskilti um fuglana við ströndina hafa verið sett upp í Neskaupstað. Annað skiltið er staðsett hjá tjörninni neðan við minningarreitinn við innkomuna í bæinn, en hitt skiltið er innan við Olís og bátinn Gauta.Skiltin eru gjöf til samfélagsins frá Rótarýklúbbi Neskaupstaðar.   Samvinnufélag útgerðarmanna í Neskaupstað, Fjarðabyggð og Verkefnasjóður Rótarý á Íslandi komu að fjármögnun verkefnisins og kunnum við þeim góðar þakkir fyrir.Hönnun skiltanna var í höndum Náttúrustofu Austurlands og prentun hjá Skiltavali. Á skiltunum má finna upplýsingar um endur, vaðfugla, máfa, þernur og aðra sjófugla sem sjást meðfram strandlengjunni í Neskaupstað.  Hugmyndin að fuglaskiltum er gömul innan klúbbsins og var það Smári Björgvinsson sem átti hana upphaflega.  Fyrir rúmum þremur árum tóku svo hjólin að snúast og undirbúningur hófst fyrir alvöru.  Voru það Áslaug Lárusdóttir og Vilborg Stefánsdóttir sem tóku verkefnið að sér og fylgdu því eftir.

Ný stjórn Rótarýklúbbs Neskaupstaðar fyrir árið 2022 – 2023. Snorri Styrkársson, gjaldkeri, Guðmundur Höskuldsson, forseti, Áslaug Lárusdóttir, fráfarandi forseti og Vilborg Stefánsdóttir, fráfarandi ritari. Á myndina vantar Bjarnheiði Stefaníu Helgadóttur ritara.
Í Rótarýklúbbi Neskaupstaðar eru í dag 18 félagar.  Rótarýfélagar eru fulltrúar sinnar starfsgreinar og hafa það að sameiginlegu markmiði að láta gott af sér leiða undir kjörorðinu ”þjónusta ofar eigin hag”. 

Síðasti fundur vetrarins var haldinn í gróðurreit klúbbsins þar sem þrjátíu nýjar plöntur voru gróðursettar og hlúð að eldri plöntum. Í lok fundar fóru fram stjórnarskipti. Nýja stjórn skipa Guðmundur Höskuldsson forseti, Bjarnheiður Stefanía Helgadóttir, ritari og Snorri Styrkársson gjaldkeri.

Áslaug Lárusdóttir, Rkl. Neskaupstaðar

 

Related Images:

RELATED ARTICLES
- Advertisment -

Nýjast

Fréttir af klúbbunum