Miðvikudagur, 16. október 2024
HeimFréttirFyrsta úthlutun úr Verkefnasjóði Rótarý

Fyrsta úthlutun úr Verkefnasjóði Rótarý

Nýstofnaður verkefnasjóður Rótarý á Íslandi hefur afgreitt fyrstu úthlutanir eftir að styrkir voru auglýstir til umsóknar snemma á þessu ári. Af þessu tilefni hefur Knútur Óskarsson, fyrrv. umdæmisstjóri og formaður sjóðsstjórnar, tekið saman eftirfarandi greinargerð:  

„Tilgangur sjóðsins er að styðja við rótarýklúbba í umdæmi 1360, sem ráðast í verkefni í nærumhverfi sínu á sviði umhverfismála, forvarna, mennta, lista, vísinda eða annarra samfélagsverkefna, sem falla undir hinar 6 áherslur alþjóðahreyfingar Rótarý.

Þannig er sjóðnum ætlað að styðja verkefni í nærumhverfi í samstarfi við og að frumkvæði rótarýklúbbs. Í fyrstu auglýsingu sjóðsins var lögð áhersla á umhverfismál í samræmi við áherslur umdæmisstjóra og umdæmisráðs á starfsárinu.

Opnað var fyrir umsóknir í byrjun febrúar og var búið að afgreiða allar umsóknir í byrjun apríl. Þrátt fyrir ástandið í þjóðfélaginu vegna Covid-19 var lögð áhersla á að klúbbar gætu mögulega nýtt styrkinn til umhverfisverkefna á vor- og haustmisseri, en flestir klúbbar taka eitthvað frí yfir hásumarið.

Umsóknir bárust frá átta Rótarýklúbbum og voru þær allar samþykktar.

Í fyrstu úthlutun Verkefnasjóðs var samtals úthlutað kr. 2.230.000,-

Í samræmi við starfsreglur sjóðsins voru 70% upphæðar greiddar út strax eða í byrjun maímánaðar og eftirstöðvarnar 30% verða greiddar út að loknu verkefni og þegar lokaskýrsla hefur borist til Verkefnasjóðsins ásamt upplýsingum um hvernig staðið hefur verið að kynningu þess á starfssvæði klúbbsins.

Eftirtaldir klúbbar sóttu um og fengu úthlutun:

Rkl. Reykjavík – Árbær, Haraldur Óskar Tómasson, forseti

Kr. 100.000,- til að kaupa og gróðursetja tré í landspildu nálægt Þorlákshöfn á vegum klúbbsins.

Rkl. Keflavíkur, Konráð A. Lúðvíksson, forseti

Kr. 300.000,- til verkefnisins Aldingarður æskunnar, sem klúbburinn áætlar að vinna í samstarfi við Suðurnesjadeild Garðyrkjufélags Íslands, leikskóla o. fl.

Rkl. Hof – Garðabær, Guðmundur Þ. Egilsson, forseti

Kr. 200.000,- til fyrsta hluta verkefnisins Aldingarður æskunnar, sem klúbburinn áætlar að vinna í samstarfi  við nokkra aðila, m. a. við leikskóla í bæjarfélaginu.

Rkl. Görðum í Garðabæ, Bjarni Þór Þórólfsson, forseti

Kr. 300.000,- til gróðursetningar á vegum klúbbsins og í samvinnu við bæjaryfirvöld í Garðabæ.

Rkl. Mosfellssveitar, Margrét Kristjánsdóttir, forseti

Kr. 180.000 til reiðskóla fyrir fatlað fólk í samvinnu við og á vegum Hestamannafélagsins Harðar í Mosfellsbæ.

Rkl. Borgarness, Margrét Vagnsdóttir, forseti

Kr. 350.000,- til fyrirtækjakynningar og málstofu um samfélagsábyrgð og loftslagsmál á vegum klúbbsins.

Rkl. Vestmannaeyja, Lára Skæringsdóttir, forseti

Kr. 500.000,- til að setja upp útsýnisskífu á Heimaklett.

Rkl. Héraðsbúa, Ásdís Helga Bjarnadóttir, forseti

Kr. 300.000,- til verkefnisins Söguslóðir Jóns lærða.

Stjórn sjóðsins skipa:

Knútur Óskarsson, formaður, Rkl. Mosfellssveitar, Esther Guðmundsdóttir, Rkl. Reykjavík – Miðborg, Jón Einarsson, Rkl. Héraðsbúa. Varamenn: Garðar Eiríksson, Rkl. Selfoss, Lára Stefánsdóttir, Rkl. Ólafsfjarðar.“

Related Images:

RELATED ARTICLES
- Advertisment -

Nýjast

Fréttir af klúbbunum