Miðvikudagur, 16. október 2024
HeimFréttirFyrsti rótarskotsklúbburinn stofnaður á Íslandi

Fyrsti rótarskotsklúbburinn stofnaður á Íslandi

Fyrsti rótarskotsklúbburinn á Íslandi var stofnaður 6. nóvember s.l.á Húsavík og bauð Ómar Bragi Stefánsson umdæmisstjóri fyrstu níu félagana velkomna í hreyfinguna, en 11 félagar hafa skráð sig í klúbbinn. Rótarskotið er tengt Rótarýklúbbi Húsavíkur sem er móðurklúbburinn.
 
 
Tíu ár eru síðan Rotary International hvatti klúbba til að stofna s.k. Satellite klúbba sem hafa fengið þessa fínu nafngift, Rótarskot, á íslensku en tilgangurinn er ekki síst að efla klúbba sem sökum hás meðalaldurs og fækkunar félaga þurfa á auknum styrk að halda.
 
Það eru þau Soffía Gísldóttir og Guðmundur Baldvin Guðmundsson sem standa að þessu frumkvöðlastarfi sem kemur í kjölfar þess að þau fluttu frá Akureyri í Kelduhverfi og vildu, í samvinnu við Rótarýfélaga á Húsavík, efla Húsavíkurklúbbinn með þessum hætti. Þau ákváðu að auglýsa í staðarmiðlinum 640.is eftir fólki sem vildi láta gott af sér leiða og stóð ekki à viðbrögðum.
Guðmundur Baldvin, fyrsti forseti Rótarskots, segir gleðilegt hve margir hafi komið um borð, meðalaldur hreyfingarinnar lækki talsvert með tilkomu þeirra, sá yngsti er fæddur 1989. Guðmundur segist binda miklar vonir við að enn fleiri komi á vagninn nú þegar Rótarskotið sé orðið að veruleika. Soffía tekur í sama streng og hvetur hún fleiri klúbba til að huga að þessari leið til að efla sitt starf.
Nýir félagar í rótarskotsklúbbi Rótarýklúbbs Húsavíkur
Níu félagar nýja rótarskotsklúbbs Húsavíkur
Fundað verður tvisvar sinnum í mánuði, á miðvikudögum kl. 18:00, fyrsta miðvikudag í mánuði í raunheimi þar sem fyrirtæki á svæðinu verða heimsótt og þriðja miðvikudag í mánuði á netinu þar sem lögð verður áhersla á innra starf og fræðsluerindi.
 
Ómar Bragi bauð nýja félaga velkomna og nældi Rotarýmerkið í hvern þeirra. Hann sagðist stoltur af því að geta tekið þátt í að skrifa nýjan kafla í sögu Rótarý á Íslandi og þakkaði þeim Soffiu og Guðmundi fyrir þeirra ómetanlega framlag í þeirri vinnu.
Frá heimsókn umdæmisstjóra til Rótarýklúbbs Húsavíkur 6. nóv 2023
Örlygur Hnefill Jónsson forseti Rótarýklúbbs Húsavíkur bauð nýja félaga velkomna og sagði klúbbinn myndi styðja af heilum hug við nýja Rótarskotið og það væri heiður að það hefði einmitt orðið til á Húsavík og að til stæði að tengjast í gegnum sameiginlegt verkefni t.d. í skógrækt.
Soffía sagði frá því að Félagaþróunarnefnd Rótarý, sem hún situr í, hugi að því að fjölga Rótarskotum og hafi komið fram hugmynd um að stofna slíkt fyrir Pólverja á Íslandi.
Reglur eru þannig að átta þurfa að lágmarki að gerast meðlimir til að stofna megi Rótarskot, en til þess að stofna nýjan Rótarýklúbb þurfa að minnsta kosti 20 félaga.
 
 

Related Images:

RELATED ARTICLES
- Advertisment -

Nýjast

Fréttir af klúbbunum