Þrír nýir félagar gengu í Rótarýklúbb Sauðárkróks í gær. Þau eru Þorkell V. Þorsteinsson, Ragna Hrund Hjartardóttir og Íris Helma Ómarsdóttir. Með á myndinni eru Ágúst Guðmundsson, forseti Rótarýklúbbs Sauðárkóks, lengst t.h., og Ómar Bragi Stefánsson, tilnefndur umdæmisstjóri Rótarý á Íslandi 2023-2024, lengst t.v. á myndinni.
Í tilkynningu frá klúbbnum segir: „Þessi atburður er svo sem ekki í frásögur færandi nema að því leyti að þetta er í fyrsta sinn í 73 ára sögu Rótarýklúbbs Sauðárkróks sem konur ganga í klúbbinn. Þetta er fagnaðarefni því reynslan af blönduðum klúbbum er góð. Konur bæta og styrkja klúbbana sem þörf er á, því starfsemi klúbba og félaga á Íslandi og víðar á undir högg að sækja í þessum brjáluðu þjóðfélagsbreytingum sem við lifum nú.“