Miðvikudagur, febrúar 28, 2024
HeimFréttirUmdæmisfréttirGarðar Eiríksson tók við umdæmisstjórakeðjunni í kvöld

Garðar Eiríksson tók við umdæmisstjórakeðjunni í kvöld

Soffía Gíslasdóttir, Rótarýklúbbi Akureyrar tilnefndur umdæmisstjóri 2020-2021

Á fundi Rótarýklúbbs Selfoss, 25. júní fóru ekki aðeins fram stórnarskipti í klúbbnum en eins og menn þekkja hefst nýtt rótarýár 1. júlí ár hver, heldur fóru fram umdæmisstjóraskipti. Garðar Eiríksson félagi í Rótarýklúbbi Selfoss tók þá við umdæmisstjórakeðjunni úr hendi Knúts Óskarssonar sem var að ljúka vel heppnuðu rótarýári.

Fjölmennt var á rótarýfundinum í Tryggvaskála

Knútur að ljúka farsælu rótarýári

Knútur heiðraði Gísli B. Ívarsson með Paul Harrisorðu með einum safír.

Knútur Óskarsson, fráfarandi umdæmisstjóri fór í mjög stuttu máli yfir starfsár sitt og þakkaði þeim sem höfðu aðstoðað hann. Hann fagnaði því að nýtt félagkerfi og ný heimasíða yrðu tekin í gagnið 1. júlí nk. og þakkaði vefsíðunefndinni þeirra mikla starf. Hann sagði frá undirbúningi að stofnun nýs rótarýklúbbs sem síðar varð úr að E-Rótarý klúbburinn varð að Rótarýklúbbnum Reykjavík-Landvættir sem breyttist í hefðbundinn rótarýklúbb. Þakkaði hann útbreiðslunefndinni og formanni hennar, Gísla B. Ívarssyni og sæmdi hann Paul Harris orðu með einum safír fyrir störf fyrir umdæmið.

Soffía Gísladóttir tilefndur umdæmisstjóri

Soffía Gísladóttir, tilnefndur umdæmisstjóri 2020-2021.

Knútur tilkynnti að Soffía Gísladóttir, Rótarýklúbbi Akureyrar væri tilnefndur umdæmisstjóri 2020-2021 en það var niðurstaða valnefndar umdæmissins. Verður hún formlega útnefnda á umdæmisþinginu á Selfossi í haust.

Áhersla á friðarboðskap

Í ávarpi sínu þakkaði Garðar Knúti og Guðnýju eiginkonu hans fyrir þeirra góða starf í þágu Rótarý á Íslandi. Þá þakkaði hann einnig það traust sem honum væri sýnt með því að fela honum þetta mikilvæga hlutverk sem starf umdæmisstjóra væri.

Knútur afhendir Garðari umdæmisstjórakeðjuna.

„Hér fyrr á árum báru menn grjót og torf í Hellismýrina, hér utan við á. Þeir voru að treysta samgöngur, þeir voru að auka öryggi og auðvelda samskipti milli landshluta. Þeir byggðu brýr sem enn standa og tengdu fólk.

Garðar Eiríksson nýr umdæmisstjóri

Ég hef kosið að hafa að leiðarljósi  þessa hugsun og kjörorð: Byggjum brýr – tengjum fólk eins og ég kynnti á fræðslumótinu í mars sl. Þar sem ég lagði línur fyrir starfsárið,“ sagði Garðar í ávarpi sínu og fjallaði um friðarboðskap síðustu hálfrar aldar, m.a. þegar 68 kynslóðin boðaði ást, blóm og frið. Sagði hann grátlegt hversu stutt við værum komin á þessum 50 árum þrátt fyrir alla viðleitni, en friðarhlutverk Rótarý hafi sjaldan eða aldrei verið mikilvægara eins og Peace Summit ráðstefnan í Toronto sl. föstudag hafi borið merki um.

Sagði hann Rótarý vera friðar- og mannúðarsamtök. – Rótarý byggi brýr á milli ólíkra samfélaga, tengi fólk af ólíkum uppruna og komi ýmsu góðu til leiðar.

„Rótarý hefur komið að fjölmörgum málum í þágu friðar og mannúðar bæði í nær og fjær samfélagi – og samkvæmt ónákvæmri áætlun er talið að Rótarýfélagar gefi árlega um 23 milljónir vinnustunda með sjálfboðastarfi sínu á heimsvísu. Það er ekki lítið,“ sagði Garðar í ávarpi sínu.

„Í leiðtogaþjálfun RI í San Diego í janúar opnuðust augu mín betur fyrir því hversu mörgum og mikilvægum verkefnum Rótarý sinnir. Þá varð mér ljós ekki síður,- þörfin, – öll þessi verkefni um heim allan, sem eru í sjálfu sér svo fjarlæg okkur, að við hreinlega skiljum ekki að ástandið skuli vera svona. Hvað veldur því að samfélög berast á banaspjótum og eyða ómælum fjárhæðum í stríðstól í stað þess að byggja upp heilnæm samfélög þar sem einstaklingar fá að njóta öryggis, menntunar og heilbrigðisþjónustu. Verkefni Rótarý í sex megin áherslum hverfast um frið og stuðla að friði. Í þessum anda hef ég  ákveðið að umdæmið verði þátttakandi í alþjóðlegu verkefni, sem umdæmi í mörgum löndum koma að. Verkefnið lítur að mæðra- og ungbarnavernd í Nepal og er stutt af Rótaýsjóðnum með Global Grant styrk.“

Skiptinemarnir Son In Hye frá S-Kóreu og Claudia Sofia Jimenez Montalvo frá Kólombíu ávörpuðu gesti á íslensku.

Kjörorð nýs alþjóðaforseta, Barry Rassin er „Be the Insperation“ sem Garðar hefur kosið að þýða: Verum fyrirmynd

Sagði Garðar Rótarýhreyfinguna vera á krossgötum. Í því fælist tækifæri, tækifæri sem við þurfum að nýta – velja rétta leið. RI geri sér grein fyrir þessu og leggur áherslur á nýtingu tækninnar, samfélagsmiðla og að koma Rödd Rótarý á framfæri af meiri krafti en áður.

„Kæru félagar og vinir. Ég óska eftir góðu samstarfi á komandi starfsári og megi það vera gott Rótarýár og umfram allt skemmtlegt,“ sagði Garðar að lokum.

 

Aðstoðarumdæmisstjórarnir Ragnar Jóhann Jónsson, Sigríður Johnsen og Björgvin Örn Eggertsson ásamt þeim Önnu og Garðari
Soffía Gísladóttir tilnefnd umdæmisstjóri og Anna Stefánsdóttir verðandi umdæmisstjóri bera saman bækur sínar.
Sædís Íva Elíasdóttir tók við sem forseti Rótarýklúbbs Selfoss af Ástu Stefánsdóttur.

Related Images:

RELATED ARTICLES
- Advertisment -

Nýjast

Fréttir af klúbbunum