Föstudagur, júní 21, 2024
HeimFréttirUmdæmisfréttirGarðar lítur um öxl - Margrét heiðruð

Garðar lítur um öxl – Margrét heiðruð

Umdæmisstjóraskipti fóru fram 11. júní

„Fyrir einu ári var þetta stóra verkefni framundan að takast á við að vera umdæmisstjóri Rótarý á Íslandi, en nú er það allt í einu að baki,“ sagði Garðar Eiríksson umdæmisstjóri 2018-2019 áður en hann afhenti Önnu Stefánsdóttur umdæmissjórakeðjuna. Sagði hann þetta hafa verið skemmtilegan og gefandi tími.

Garðar Eiríksson. Ljósm.: Marteinn Sigurjónsson.

Sagði hann í mjög stuttu máli frá starfinu en hann mun flytja skýrslu starfsársins á umdæmisþinginu í haust. Hann minntist á breytingar á skrifstofuhaldi umdæmisins, verkefni í Nepal og á Indlandi, aukna áherslu RI á umhverfismál og notkun samfélagsmiðla til að kynna betur starf Rótarý. Þá minntist hann á metþáttöku Íslendinga á alþjóðaþingi Rótarý í Hamborg, félagaþróun og sagði frá því að Rótarý á Íslandi fái nú þrjár konur í röð sem umdæmisstjóra, þær Önnu Stefánsdóttur, Soffíu Gisladóttur og Ásdísi Helgu Bjarnadóttur.

Margrét Friðriksdóttir heiðruð

Garðar notaði tækifærið og þakkaði Margréti Friðriksdóttur fv. umdæmisstjóra og umdæmisleiðbeinanda undanfarin ár fyrir þjónustu í þágu Rótary. Hún hefur sem skólameistari MK hýst árleg fræðslumót Rótarý og vildi umdæmið þakka henni  með því að sæma hana með PH orðu með einum rúbín.

Garðar þakkaði svo gott samstarf og afhenti Önnu umdæmisstjórakeðjuna.

Margt var á umdæisstóraskiptafundinum sem jafnframt var stjórnarskoptafundur hjá Rótarýklúbbnum Borgum Kópavogi. – Ljósm.: Guðni Gíslason.

 

Related Images:

RELATED ARTICLES
- Advertisment -

Nýjast

Fréttir af klúbbunum