Georgíu námsstyrkir

Rótarýfélagar í Georgíufylki í Bandaríkjunum veita árlega 70-80 styrki til eins árs náms í háskóla í fylkinu, og Íslendingum er boðið að sækja um þá. Umsækjendur skulu vera á aldrinum 18-24 ára, vera góðir námsmenn og hafa lokið stúdentsprófi þegar styrktímabil hefst. Börn Rótarýfélaga geta sótt um til jafns við aðra, en Georgíumenn ákveða í hvaða skóla hver styrkþegi fer. Um 60 Íslendingar hafa hlotið þennan styrk.

Umsóknarfrestur er til 30. september ár hvert.

Nánari upplýsingar hér að neðan og umsóknareyðublöð má finna á vefsíðunni grsp.org og á umdæmisskrifstofu. Athugið að umdæmisstjóri Rótarý á Íslandi þarf að skrifa upp á umsóknina.

Hvað greiðir styrkurinn?

Hver styrkur er aðeins til eins árs. Styrkþegar búa á stúdentagörðum en hver nemandi er styrktur af ákveðnum rótarýklúbbi/klúbbum og á þar sína stuðningsfjölskyldu og trúnaðarmann.

Styrkurinn greiðir skólagjöld, námsgögn, herbergi og fæði á stúdentagarði og smávegis vasapeninga. Styrkþegar þurfa sjálfir að greiða sjúkra- og slysatryggingu, fargjald og hafa með ákveðna upphæð til ferðalaga og annarra þarfa.

Rótarýmenn í Georgíu ákveða í hvaða skóla hver styrkþegi fer.

GRSP er ekki skiptiprógramm og því er engin krafa gerð til annarra landa um að taka á móti  nemendum frá Georgíu.

Umsóknir fyrir hvert skólaár þurfa  að vera komnar til Georgíu fyrir 1. október. Tilkynninga um styrkveitingar má vænta á tímabilinu febrúar-maí.

Rótarýklúbbar um allan heim eru beðnir um að kynna styrkina félagslyndu og fjölhæfu náms-fólki á aldrinum 18-24 ára, sem stendur sig vel í skóla og öðru sem það tekur sér fyrir hendur. Börn og barnabörn rótarýfélaga geta sótt um til jafns við aðra. Umsækjendur mega ekki hafa dvalist áður við nám í Bandaríkjunum.

Hvað þarf umsækjandi að gera?

  • Umsóknarfrestur um GRSP styrki er til 1. októberár hvert. Fylla þarf út sérstakt umsóknareyðublað sem fáanlegt er á netinu, grsp.org.  Umsóknin þarf að vera samþykkt og staðfest af rótarýklúbbi eða umdæmisstjóra.
  • Umsókn þarf að fylgja staðfest stúdentsprófskírteini í enskri þýðingu. (Nemendur sem eru á síðasta ári í menntaskóla eða fjölbrautaskóla senda einkunnir fyrstu þriggja áranna með umsókn og síðan lokaeinkunn þegar hún liggur fyrir). Einnig þurfa að fylgja meðmæli a.m.k. tveggja kennara.
  • Allir umsækjendur þurfa að taka hæfnispróf í ensku, svokallað TOEFL-próf (Test of English as a Foreign Language). Prófið þarf að taka fyrir 31. október ár hvert.
  • Umsækjendur þurfa einnig  að taka svokallað SAT-próf  í ensku og stærðfræði (College Entrance Scholastic Aptitude Test) fyrir 31. ár hvert og fást skráningarblöð hjá Fulbright-stofnuninni í Reykjavík.

Hjá Fulbright-stofnuninni í Reykjavík eru veittar nánari upplýsingar um prófin og prófdaga. Útkoman úr prófunum er send til GRSP þegar hún liggur fyrir.

Ath! Um GRSP styrkina sækir ungt fólk um allan heim. Val styrkþega fer alveg fram í Georgíu. Einstök lönd hafa ekki „kvóta“ og því er engin trygging fyrir því að styrkur komi í hlut Íslendings. Sjálfsagt er þó fyrir áhugasama og hæfileikaríka íslenska námsmenn að sækja um.

Sjá nánar á: grsp.org og á skrifstofu Rótarýumdæmisins, Suðurlandsbraut 54 í síma 568 2233. Sjá opnunartíma.

Related Images: