Laugardagur, 14. september 2024
HeimFréttirKlúbbafréttirGlæsilegt rit um starfsemi Rótarýklúbbs Hafnarfjarðar

Glæsilegt rit um starfsemi Rótarýklúbbs Hafnarfjarðar

Verkefni í tilefni af 70 ára afmæli klúbbsins. Saga hans 1996-2016 komin út í framhaldi af fyrra riti um 50 ára sögu hans.

Rótarýklúbbur Hafnarfjarðar leggur rækt við sögu sína með myndarlegum hætti. Hann hefur nýverið gefið út bók um starfsemi klúbbsins 1996-2016 og ýmis atriði er tengjast Rótarýhreyfingunni í tilefni af 70 ára afmæli klúbbsins, sem stofnaður var 1946. Áður hafði verið gefin út bók um 50 ára sögu klúbbsins en hana skráði Stefán Júlíusson, rithöfundur, sem var klúbbfélagi frá 1948.

Saga Rótarýklúbbs Hafnarfjarðar 1996-2018. Ritstjóri: Almar Grímsson Hönnun og umbrot: Hönnunarhúsið ehf. – Guðni Gíslason Ljósmyndir í eigu höfunda sem merktir eru við hverja mynd.

Þetta nýja rit er fjölbreytt og vandað. Bessi Þorsteinsson, forseti klúbbsins 2016-2017, skipaði ritnefnd til að sjá um útgáfuna og áttu sæti í henni klúbbfélagarnir Reynir Guðnason, formaður, Sigurþór Aðalsteinsson, Skúlí Valtýsson og Víðir Stefánsson. Almar Grímsson var ritstjóri og Guðni Gíslason sá um hönnun ritsins og tók auk þess fjölda mynda, sem birtast í bókinni.

Efnið skiptist í allmarga kafla og er þar m.a. fjallað um Rótarýhreyfinguna, íslenska rótarýumdæmið og starf klúbbsins, samfélagsverkefni, umhverfismál, útivist, skógrækt og gönguleiðir, þátttöku klúbbsins í uppbyggingu skóla í Kimberley í S-Afríku og ferðalög klúbbsins innanlands og utan. Þá er einnig sagt frá 40 ára starfi Inner Wheel í Hafnarfirði.

Rkl. Hafnarfjarðar hefur tekið á móti 26 erlendum skiptinemum og sent 34 íslenska skiptinema til útlanda. Jón Ásgeir Jónsson, félagi í klúbbnum, var formaður æskulýðsnefndar umdæmisiins um langt árabil.

Þetta er lofsvert framtak hjá Rkl. Hafnarfjarðar og mega margir aðrir klúbbar taka það sér til eftirbreytni varðandi varðveislu gagna, þ. á m. myndefnis, og viðleitni til koma því á framfæri við klúbbfélaga til ánægju og fróðleiks, ekki síst nýja félaga.

Related Images:

RELATED ARTICLES
- Advertisment -

Nýjast

Fréttir af klúbbunum