Föstudagur, september 22, 2023
HeimFréttirGolfmót rótarýklúbba á Íslandi 2022 í Öndverðarnesi 21. júní n.k.

Golfmót rótarýklúbba á Íslandi 2022 í Öndverðarnesi 21. júní n.k.

Hið árlega golfmót rótarýklúbba á Íslandi verður að þessu sinni í umsjá Rótarýklúbbs Hafnarfjarðar.  Mótið verður haldið á Öndverðarnesi í Grímsnesi, þriðjudaginn 21. júní.

Skráning í mótið fer fram á golf.is eða hjá Golfklúbbi Öndverðarness.  Opið verður fyrir skráningu til 19. júní og verða rástímar keppenda komnir á golf.is mánudaginn 20. júní.

Makar rótarýfélaga eru velkomnir og hafa þeir möguleika á að keppa til allra verðlauna utan sveitakeppninnar.

Öll holl verða ræst út frá fyrsta teig frá kl 10:00.

Að loknum leik verður boðið upp á hádegismat sem er innifalinn í verðinu.  Verðlaunaafhending fylgir í kjölfarið þar sem einnig verður dregið úr skorkortum og næsti klúbbur valinn til að halda mótið.

Þáttökugjald er kr 8.000 á mann

Rótarýklúbbar eru beðnir um að upplýsa rótarýfélaga um mótið og hvetja til góðrar þátttöku.

Nánari upplýsingar veita eftirtaldir félagar í Rótarýklúbbi Hafnarfjarðar:

Gunnar Hjaltalín, gsm 892-4454             gunnar@egh.is

Guðmundur Friðrik Sigurðsson, gsm 696-0202  g.fridrik@simnet.is

Tryggvi Jónsson, gsm 897-0358     tj@mannvit.is

Reglur fyrir árlegt golfmót rótarýklúbba á Íslandi

 • Þátttökurétt hafa allir félagar rótarýklúbba á landinu og makar þeirra.
 • Mótið er annars vegar einstaklingskeppni allra þátttakenda og hins vegar sveitakeppni rótarýfélaga.
 • Einstaklingskeppni er tvennskonar:
  • Höggleikur þar sem sá sem leikur í fæstum höggum án forgjafar sigrar.
   • Gulir teigar
  • Stableford punktakeppni þar sem sá sem fær flesta punkta sigrar.
 • Hver kylfingur leikur á skráðri forgjöf, þó þannig að hámarksforgjöf karla er 24 og hámarksforgjöf kvenna er 28.
 • Ofangreind hámarksforgjöf er grunnforgjöf viðkomandi. Hámarksleikforgjöf fer eftir þeim velli sem leikið er á.
 • Í höggleiknum er keppt um farandbikar fyrir lægsta skor án forgjafar.
 • Í punktakeppninni er keppt um verðlaun fyrir þrjú fyrstu sætin.
 • Enn fremur skulu veitt tvenn nándarverðlaun.
 • Í sveitakeppninni telja tveir kylfingar hvers rótarýklúbbs sem fá flesta punkta.
  • Ef jafnt þá telur þriðji maður + fjórði ef þarf.
 • Keppt er um farandbikar sem sá klúbbur sem sigrar varðveitir til næsta móts. Veitt skulu verðlaun þeim tveimur rótarýfélögum sem mynda sigursveitina.
 • Konur skulu leika á rauðum teigum og karlar 70 ára og eldri mega einnig leika á rauðum teigum og tekur leikforgjöfin þá mið af því.

 

RELATED ARTICLES
- Advertisment -

Most Popular

Recent Comments