Föstudagur, mars 29, 2024
HeimFréttirGolfmót Rótarýumdæmisins á Kiðjabergi 25. júní 2020

Golfmót Rótarýumdæmisins á Kiðjabergi 25. júní 2020

Golfmót Rótarýumdæmisins á Íslandi sem fram fer á hverju ári verður að þessu sinni í umsjá Rótarýklúbbsins Borga í Kópavogi og verður mótið haldið hjá Golfklúbbi Kiðjabergs í Grímsnesi fimmtudaginn 25. júní n.k.

Eins og venjan er verður keppnin punktakeppni með forgjöf auk þess sem keppt er um besta skor einstaklinga án forgjafar. Konur leika almennt af rauðum teig og karlar af gulum, en kylfingar geta einnig valið að leika af öðrum teigum og fá þá alltaf leikforgjöf í samræmi við af hvaða teig er leikið.

Aðalkeppnin er þríþætt:

  1. Punktakeppni með forgjöf: Klúbbakeppni þar sem skor tveggja bestu Rótarýfélaga í hverjum klúbbi telja. Farandbikar.
  2. Höggleikur án forgjafar, besta skor allra af gulum teig karla og rauðum teig kvenna telur. Farandbikar.
  3. Punktakeppni allra einstaklinga með forgjöf.

Makar Rótarýfélaga eru alltaf velkomnir og keppa þeir til verðlauna í höggleik án forgjafar og í punktakeppni einstaklinga.

Mæting er kl 12:00 og ræst verður út af öllum teigum samtímis kl 13:00.

Skráning fer fram á golf.is (GOLFBOX) fyrir 23. júní. Vinsamlegast  látið einnig félaga úr undirbúningsnefnd vita úr hvaða rótarýklúbbi viðkomandi þátttakandi kemur.

Hámarksleikforgjöf kvenna er 28 en karla 24.

 

Að loknum leik verður sameiginlegur kvöldverður í golfskála Kiðjabergs, verðlaunaafhending, dregið úr skorkortum og næsti klúbbur valinn til að halda mótið árið 2021.

Þátttökugjald er kr. 7.000 (gúllassúpa innifalin)

Allir rótarýklúbbar eru beðnir um að upplýsa rótarýfélaga um mótið og hvetja til góðrar þátttöku.

 

Nánari upplýsingar veita:

Guðmundur Ásgeirsson, sími 896 0335, netfang ga@ag.is

Sigurrós Þorgrímsdóttir, sími 897 3390, netfang  sigurrosth@gmail.com

 

Golfklúbbur Kiðjabergs, sími 486 4495

 

 

Related Images:

RELATED ARTICLES
- Advertisment -

Nýjast

Fréttir af klúbbunum