Gordon R. McInally frá Skotlandi verður næsti heimsforseti Rótarý og tekur við 1. júlí nk.
Gordon er félagi í Rotary Club of South Queensferry, Lothian í Skotlandi. Hann hefur verið rótarýfélagi síðan 1984 og hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Rotary International (RI) í Bretlandi og á Írlandi. Einnig hefur hann tekið þátt í starfi RI sem „RI director“ og formaður í fjölmörgum nefndum. Var hann m.a. ráðgjafi vegna Houston ráðstefnunnar 2022. Cordon og eiginkona hans, Heather, eru umsvifamiklir styrktaraðilar (e. „Major Donors“) og velunnarar Rótarýsjóðsins. Þau eru einnig meðlimir í „Bequest Society“.
Gordon er útskrifaður í tannskurðlækningum frá Háskólanum í Dundee en hann átti og rak tannlæknastofu í Edinborg. Þá hefur Gordon gegnt ýmsum fræðistörfum.
Sýn Gordon R. McInally
Sýn Gordon fyrir Rótarý er að sjá hreyfinguna halda áfram að þróast og endurspegla nútímann. Hann vill einnig að efling klúbbanna verði höfð að leiðarljósi í starfi Rotary International og að tími hans sem heimsforseti verði notaður til að stofna nýja klúbba með breiðari skírskotun sem muni höfði til sem flestra.
Gordon vill sömuleiðis leitast við að efla núverandi félaga með því að hafa öfluga leiðbeinendur í klúbbunum. Öflugir leiðbeinendur og félagar myndu stuðla að því að halda nýjum félögum í klúbbunum, þeim sem ekki finna sig og hætta tiltölulega fljótlega eftir að þeir ganga í hreyfinguna. Einnig vill hann einbeita sér að því að auka fjölbreytni bæði í aðild og forystuhlutverkum.
Nú þegar baráttan við lömunarveiki hefur borið þann árangur að henni hefur nánast verið útrýmt vill Gordon nýta þá þekkingu og reynslu sem Rótarý hefur yfir að ráða. Sú þekking gæti gagnast öðrum í baráttu við heimsfaraldra í framtíðinni.
Gordon vill leggja áherslu á verndun umhverfisins og mikilvægi friðar í heiminum. Þessar áherslur telur hann höfða til yngra fólks og gæti þá verið hvatning fyrir yngra fólk að ganga til liðs við Rótarý.
Virðing er einn af hornsteinum Rótarý og vill Gordon tryggja að við sýnum öllum tilhlýðilega virðingu í öllum okkar samskiptum á öllum stigum Rótarý. Gordon vill einnig tryggja samfellu innan RI sem nær niður til umdæmanna og klúbbanna og tryggja þannig að Rótarý haldi áfram að þjóna á eins skilvirkan hátt og mögulegt er.
Veitum veröldinni von
Þema Gordon fyrir starfsárið 2023-2024 er „Create hope in the world,“ á íslensku hefur það verið þýtt „Veitum veröldinni von“. Hlekkur á frekari upplýsingar