Rótarýklúbburinn Görðum
STOCKHOLMS VÄSTRA

Við leggjum metnað okkar í áhugavert og gefandi klúbbstarf og erum fjölbreyttur hópur ólíkra einstaklinga sem sameinumst undir hugsjón Rótarý: að vera alþjóðafélagsskapur leiðandi manna sem sameinast um þá ósk að þjóna öðrum án tillits til trúarbragða, stjórnmála, kynþátta eða þjóðernis.


mánudagur mánudagur, 25. október 2021
Carbfix verkefnið

Fundurinn 25. október er í umsjá Rótarýfræðslunefndar þar sem  Þórdís Björk Sigurbjörnsdóttir er formaður og Baldur Ó. Svavarsson varaformaður. Fyrirlesari á fundinum verður Sigurður Reynir Gíslason jarðefnafræðingur og rannsóknaprófessor við Háskóla Íslands.  Hann fjallar um Carbfix verkefnið, sem felst í niðurdælingu koltvísýrings með vatni og bindingu hans í stein í iðrum jarðar. Agnar Kofoed-Hansen flytur 3ja mínútna erindið.

 
mánudagur mánudagur, 1. nóvember 2021
Ný atvinnugrein á Íslandi – Hátæknisetur í Vatnsmýri

Árni Harðarson, lögfræðingur hjá Alvotech fjallar um fyrirtækið. Alvotech sérhæfir sig í að finna og framleiða líftæknileg samheitalyf. Höfuðstöðvar þess eru í Vatnsmýrinni.

 
mánudagur mánudagur, 8. nóvember 2021
Fundur í umsjón Starfsþjónustunefndar
 

föstudagur föstudagur, 23. júlí 2021
Stjórn klúbbsins 2021-2022

Á stjórnarskiptafundi þann 14.júní 2021 tók við ný stjórn í Rótarýklúbbnum Görðum. Hana skipa:

Forseti: Vilhjálmur Bjarnason.   Viðtakandi forseti: Stella Stefánsdóttir.   Ritari: Markús Möller.   Gjaldkeri: Gamalíel Sveinsson.   Stallari: Katrín Rós Gýmisdóttir

 
þriðjudagur þriðjudagur, 16. júní 2020
STJÓRN KLÚBBSINS 2020-2021
Á stjórnarskiptafundinum þann 8.júní 2020 tók við ný stjórn í Rótarýklúbbnum Görðum. Hana skipa:
Forseti: Guðrún Högnadóttir.   Viðtakandi forseti: Vilhjálmur Bjarnason.   Ritari: Agnar Kofoed-Hansen.   Gjaldkeri: Gamalíel Sveinsson.   Stallari: Lilja Hilmarsdóttir