Rótarýklúbburinn Görðum
STOCKHOLMS VÄSTRA

FORSETI: Vilhjálmur Bjarnason

Guðrún Högnadóttir

Guðrún Högnadóttir er forseti Rótarýklúbbsins Görðum.  Hún er framkvæmdastjóri og meðeigandi (Managing Partner) FranklinCovey | Arctic og leiðir starf félagsins á Íslandi, Grænlandi og Færeyjum auk þess að vera einn af alþjóðlegum ráðgjöfum FranklinCovey (FranklinCovey Global Consultant). 

Auk stjórnunarstarfa og kennslu við Háskólann í Reykjavík hefur hún unnið síðastliðna ártugi sem leiðbeinandi og markþjálfi (executive coach) í íslensku atvinnulífi og leitt fjölda vinnustofa um árangur liðsheilda og vinnustaða um allan heim. Guðrún er heilbrigðisrekstrarhagfræðingur að mennt og lauk MHA (Master of Healthcare Administration) og BSPH (Bachelor of Science in Public Health) frá University of North Carolina at Chapel Hill. Guðrún lauk AMP (Advanced Management Program) frá IESE/HR árið 2008.
 
Guðrún er vottaður ACC markþjálfi (executive coach) hjá ICF (International Coaching Federation) frá 2003 og hefur lokið hluta PCC vottunar.

Guðrún var framkvæmdastjóri Opna háskólans í HR til 2012, meðeigandi (Partner) og stjórnunarráðgjafi hjá Deloitte til 2004 og gæðastjóri Ríkisspítala til 1998.

Nánar um Guðrúnu hér.