NÝJAR GREINAR

FRIÐARSTYRKIR RÓTARÝ

fimmtudagur, 26. mars 2020

Rótarýsjóðurinn, Rotary Foundation, sem rekinn er af Alþjóða Rótarýhreyfingunni, mun veita allt að 50 styrki til tveggja ára meistaranáms í friðarfræðum skólaárin 2021-2023. Styrkirnir verða veittir til náms og rannsókna, sem tengjast alþjóðasamstarfi og eflingu friðar í heiminum.
Umsóknarfrestur er til 31.maí næstkomandi.      Sjá meðfylgjandi upplýsingar um friðarstyrki Rótarý.
Friðarstyrkir Rótarý.pdf

Lestu meira
facebook share button twitter share button linkedin share button

NIÐURFELLING FUNDA

fimmtudagur, 12. mars 2020

Kæru félagar.
Við lifum á tímum sem einkennast af áskorunum sem við áttum ekki von á að þurfa glíma við. Í ljósi þeirrar stöðu sem upp er komin tengt COVID-19 hefur stjórn Rótarýklúbbsins Görðum ákveðið að gera hlé á hefðbundinni dagskrá og fella niður næstu fjóra fundi. Að óbreyttu verður næsti Rótarýfundur því haldinn 20. apríl nk. Einnig hefur verið ákveðið að fresta klúbbþingi sem til stóð að halda 19. mars. Tölvupóstur hefur verið sendur klúbbfélögum með nánari upplýsingum sem varða COVID-19.
Með kærri Rótarýkveðju,
Fyrir hönd stjórnar,
Bjarni Þór Þórólfsson

Lestu meira
facebook share button twitter share button linkedin share button

FUNDAGERÐIR

mánudagur, 16. september 2019

Loftslagsbreytingar í íslensku samhengi
Fundargerð 29.fundar 9.mars 2020.pdf
Rótarýdagurinn
Fundargerð 28.fundar 1.mars 2020.pdf

 

 


Lestu meira
facebook share button twitter share button linkedin share button

 

 

Hvað er Rótarý?

Rótarý er alþjóðleg hreyfing fólks úr viðskipta- og atvinnulífi og opinberri þjónustu sem stendur fyrir mannúðar- og menningarstarfi, stuðlar að sem bestu siðgæði í öllum starfsgreinum og hvetur til góðvildar og friðar í heiminum.

LESTU MEIRA

TENGILIÐIR

Netfang: gardar@rotary.is


UPPLÝSINGAR UM FUNDI

FASTUR FUNDARSTAÐUR:

Jötunheimar
Bæjarbraut 7
210 Garðabær

Fastur fundatími: Mánudaga 12:05

Hér fundum við:
Engin mynd
Næsti fundur:

Fundir á næstunni