Miðvikudagur, febrúar 28, 2024
HeimFréttirKlúbbafréttirGuðni heiðursfélagi Þinghóls á 10 ára afmæli

Guðni heiðursfélagi Þinghóls á 10 ára afmæli

Varð þriðji rótarýklúbburinn í Kópavogi og 30. klúbburinn á Íslandi

Rótarýklúbburinn Þinghóll var stofnaður formlega þann 26. janúar 2009 á fjölmennum stofnfundi á veitingastaðnum Catalinu í Kópavogi sem var einnig fundarstaður klúbbsins fyrsta árið eða svo.

Þessum áfanga fagnaði klúbburinn á fundi sínum í dag með hátíðlegum hætti þar sem boðið var upp á hægeldað lamb sem klúbbfélagar elduðu sjálfir eins og siður er í klúbbnum.

Var fulltrúi móðurklúbbsins, Rótarýklúbbnum Reykjavík-Breiðholt, Sigurbjörn Gunnarsson viðstaddur ásamt og flutti hann kveðjur klúbbsins. Þá flutti Sveinn Skúlason f.v. umdæmisstjóra ávarp sem og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson í móðurklúbbnum sem sjálfur sagðist gegna móðurhlutverkinu enda mætir hann vel á fundi dótturklúbbsins.

Hermann Guðmundsson, einn stofnfélaga rakti sögu klúbbsins

Undirbúningur að stofnun klúbbsins hafði þá staðið yfir um nokkurt skeið og kom þannig til að fimm félagar sem áður höfðu verið félagar í Rótarýklúbbi Kópavogs, eða gamla klúbbnum eins og við höfum oft kallað hann, komu saman ásamt nokkrum til viðbótar á skrifstofu Jóns Guðlaugs í Hamraborg á haustmánuðum 2008 til að ræða stofnun þriðja klúbbsins í Kópavogi. Þessir fimm voru Gestur Valgarðsson, Guðmundur Þorvar Jónsson, Jón Guðlaugur Magnússon, Tryggvi Þórðarson og Úlfar Þór Indriðason. Kristján Guðmundsson, fyrrverandi bæjarstjóri og félagi í Rótarýklúbbnum Borgum hér í Kópavogi var okkur mikið innan handar í undirbúningnum og kom meðal annars á formlegum tengslum við rótarýumdæmið auk þess að sitja undirbúningsfundi sem og fjölda klúbbfunda Þinghóls í gegnum tíðina.

Það féll í hlut Guðmundar Þorvars að leiða undirbúningsnefndina sem hittist svo öðru sinni á fjölmennari fundi á skrifstofu Mannvits við Grensásveg ásamt fulltrúum umdæmisins með Ellenu Yngvadóttur umdæmisstjóra í broddi fylkingar. Þar var meðal annars kosið um nafn klúbbsins en valið stóð á milli Þinghóls og Röðuls. Ég man ekki hvernig atkvæði skiptust en Þinghóll varð í það minnsta ofan á. Þetta var skömmu eftir hið svokallaða hrun, eða eiginlega í miðju hruni. Það þótti því viðeigandi að stilla félagsgjöldum í hóf og gæta hófs í veitingum, engin gullhúð á matnum sem sagt. Ákveðið var að klúbburinn yrði „súpuklúbbur“ sem myndi hittast klukkan 17.30 á fimmtudögum. Þannig gætu menn mætt beint úr vinnu og komið saddir heim upp úr kl. 19, eða borðað sig fullsadda með fjölskyldunni.

Hermann Guðmundsson rakti sögu klúbbsins.

Fjöldi stofnfélaga var um 35 manns og var Guðmundur Þorvar fjörinn fyrsti forseti klúbbsins og Gestur Valgarðsson fyrsti verðandi forseti. Aðrir stjórnarmenn voru Tryggvi Þórðarson ritari, Viðar Einarsson gjaldkeri og undirritaður stallari.

Félagar okkar í Rótarýklúbbnum Reykjavík-Breiðholt tóku að sér móðurhlutverkið og fylgdu okkur í gegnum fyrstu skrefin sem móðurklúbbur Þinghóls og kunnum við félögum í Breiðholtsklúbbnum bestu þakkir fyrir. Uppeldið gekk nógu vel til þess að Þinghóll hlaut fullgildingu þann 3. júní árið 2010. Sveinn Skúlason var umdæmisstjóri á þeim tíma en hann er einmitt einn stofnfélaga Breiðholtsklúbbsins.

Fyrir stofnun klúbbsins var heildarfjöldi starfandi Rótarýklúbba á landinu aðeins 29 talsins. Umdæmið uppfyllti því ekki skilyrði um að geta starfað sem sjálfstætt umdæmi enda þarf 30 klúbba til þess. Stofnun Þinghóls gerði það því að verkum að skilyrði alþjóðastjórnar fyrir sjálfstæðu umdæmi var uppfyllt. Annars væri líklega töluð danska á rótarýfundum á Íslandi í dag.

Heiðursfélagi og styrktarverkefni

Stjórn klúbbsins fundaði fyrr um daginn og þar var m.a. ákveðið að styrkja Sögufélag Kópavogs um 50 þúsund kr. og verja 100 þúsund kr. til gerð kynningarbæklings um blóðsjúkdóm.

En hápunktur kvöldsins var Sveinn Óskar Sigurðsson kynnti einróma ákvörðun stjórnar klúbbsins að útnefna Guðna Stefánsson heiðursfélaga klúbbsins en hann er einn af stofnfélögum.

Þakkaði Guðni heiðurinn sem hann sagði hafa komið sér í opna skjöldu og sagðist vonast að hann hafi á þessum áratug getað lagt eitthvað af mörkum.

Guðni Stefánsson ásamt Sveini Óskari Sigurðssyni forseta klúbbsins.

Var fundi slitið með fjórprófinu.

Ljósmyndir: Guðni Gíslason

Related Images:

RELATED ARTICLES
- Advertisment -

Nýjast

Fréttir af klúbbunum