Rótarý í hnotskurn

Rótarýhreyfingin er alþjóðafélagsskapur leiðandi fólks sem sameinast um þá ósk að þjóna öðrum án tillits til trúarbragða, stjórnmála, kynþátta eða þjóðernis. Þá er viðurkennt að vilji til þjónustu sé frumskilyrði allra starfa sem séu vel af hendi leyst og hæfileikinn að setja sig í spor annarra manna, skilja sjónarmið þeirra og veita þeim aðstoð og ánægju. Rótarý leitast við að ná þessu markmiði með því að stuðla að skilningi og friði meðal allra manna og þjóða, efla frelsi og réttlæti í viðhorfum til mannlegs lífs en taka um leið fullt tillit til hins sérstaka í fjölbreytninni og fjölbreytninni í því sérstaka.

Stofnandi fyrsta rótarýklúbbsins var nær fertugur lögfræðingur í Chicagóborg í Bandaríkjunum, Paul Harris að nafni. Hann var oft spurður hvort hann hefði órað fyrir því þegar þeir fjórir félagarnir komu saman í skrifstofuherbergi í Chicagó á köldu vetrarkvöldi, 23. febrúar 1905, að þessi fundur yrði upphaf voldugrar alheimshreyfingar.

Rótarýfélagar eru um 1,2 milljónir félagar dreifast á 34 000 klúbba í nær öllum löndum heims. Til Íslands barst Rótarýhreyfingin árið 1934 þegar Rótarýklúbbur Reykjavíkur var stofnaður. Nú eru rótarýklúbbar á landinu 31 og félagar rúmlega 1200. Rótarý er elsta hreyfing svokallaðra þjónustuklúbba. Fundir í hverjum rótarýklúbbi eru í hverri viku.

Markmið

Almenn markmið Rótarý eru að efla bræðralag og veita þjónustu. Þessi alþjóðlegu samtök standa fyrir mannúðar- og menningarstarfi, stuðla að sem bestu siðgæði í öllum starfsgreinum og hvetja til góðvildar og friðar í heiminum.  Stefnt er að að hafa fulltrúa sem flestra starfsgreina í Rótarý.  Til marks um það er opinbert kjörorð alþjóðahreyfingarinnar: „Þjónusta ofar eigin hag“.

Fjórprófið

Fjórprófið svokallaða er eins konar boðorð rótarýfélaga og stuðlar að heiðarlegum samskiptum milli einstaklinga og þjóða. Það hljómar þannig:

1.  Er það satt og rétt?
2.  Er það drengilegt?
3.  Eykur það velvild og vinarhug?
4.  Er það öllum til góðs?

Hvað er Rótarý?

Rótarý er alþjóðleg hreyfing fólks úr viðskipta- og atvinnulífi og opinberri þjónustu sem stendur fyrir mannúðar- og menningarstarfi, stuðlar að sem bestu siðgæði í öllum starfsgreinum og hvetur til góðvildar og friðar í heiminum.

LESTU MEIRA

TENGILIÐIR

Netfang: hafnarfjordur@rotary.is


UPPLÝSINGAR UM FUNDI

FASTUR FUNDARSTAÐUR:

Turninn Firði
Fjarðargötu 13-15
220 Hafnarfjörður

Fastur fundatími: Fimmtudaga 12:15

Hér fundum við:
Engin mynd
Næsti fundur:

Rótarýfundur 20. febrúar
2020-02-20 12:15