Miðvikudagur, febrúar 28, 2024
HeimFréttirHagnýt fræðsla um skipulag og starfsemi Rótarý innanlands og utan

Hagnýt fræðsla um skipulag og starfsemi Rótarý innanlands og utan

Á fræðslunámskeiðinu fyrir verðandi leiðtoga rótarýklúbbanna, sem haldið var sl. laugardag, var víða komið við sögu og glögg mynd gefin af innviðunum í skipulagi og störfum hreyfingarinnar hér innanlands sem og á alþjóðlega vísu.

Frá svæðisskrifstofu Rótarý í Zürich var kominn sérstakur gestur og leiðbeinandi til þátttöku í störfum fræðslumótsins. Sari Miettinen er finnsk og þekkir vel til starfa Rótarý á Norðurlöndunum, sem eru á svæði 16 og heyra undir skrifstofuna í Zürich. Hún fjallaði um þjónustu Rotary International í þágu klúbbanna og veitti um leið ýmsar athyglisverðar upplýsingar um stöðu Rótarýhreyfingarinnar á Norðurlöndunum.

Erindi Sari Miettinen um skipulag og starf Rótarý var afar vel fram sett og fræðandi.

Að mörgu leyti er staða Rótarý hér á landi sterk. Gera má enn betur t.d. með meiri virkni í alþjóðlegum samstarfsverkefnum og beinum samskiptum við klúbba erlendis. Þá er óskað eftir ítarlegri skráningum upplýsinga frá íslensku klúbbunum og starfsáætlunum þeirra inn á alþjóðalegan vef Rótary rotary.org. Sari Miettinen gerði einnig grein fyrir hinum margvíslegu hjálpargögnum sem Rótarý veitir á vefsvæðinu til aukinnar og bættrar framsetningar á kynningarefni rótarýklúbba. Í sérstöku erindi síðar á fræðslumótinu fór Sari ofan í kjölinn á starfslýsingum aðstoðarumdæmisstjóranna og hvernig samskiptum þeirra við klúbbana og þjónustu skal háttað svo að sem bestur árangur náist.

Námfúsir nemendur æfðu sig í færslum inn á félagakerfið.

Á dagskránni eftir hádegi voru önnur stutt erindi og umræður um spennandi og öflugt klúbbstarf, æskulýðsmál, baráttuna við lömunarveiki, Rótarýsjóðinn og útgáfu og kynningarmál. Fyrirlesarar voru Sari Miettinen, Gísli B. Ívarsson, Klara Lísa Hervaldsdóttir, Sveinn Magnússon, Einar Sveinbjörnsson og Markús Örn Antonsson.

Guðni Gíslason veitti leiösögn um félagakerfið á rotary.is

Í lok fræðslumótsins hafði Björgvin Arnar Eggertsson, aðstoðarumdæmisstjóri, framsögu um spurninguna: „Hvernig metur þú klúbbinn þinn?“ og leiðbeindi um gerð starfsáætlana og stefnumótunar rótarýklúbbanna.

 

Related Images:

RELATED ARTICLES
- Advertisment -

Nýjast

Fréttir af klúbbunum