Föstudagur, júní 21, 2024
HeimFréttirStyrkirHallveig og Gissur Páll á Tónleikum Rótarý 2020

Hallveig og Gissur Páll á Tónleikum Rótarý 2020

Tónleikarnir verða 2. febrúar í Salnum

Sópransöngkonan Hallveig Rúnarsdóttir og tenórsöngvarinn Gissur Páll Gissurarson verða aðalsöngvarar á Tónleikum Rótarý 2020 sem haldnir verða 2. febrúar nk. í Salnum, Kópavogi.

Á tónleikunum verður boðið upp á klassíska tónlistarveislu jafnframt því sem úthlutað er veglegum styrkjum til ungra tónlistarnema. Í ár eru það tveir af okkar glæsilegustu klassísku söngvurum sem flytja fjölbreytilega tónlistardagskrá, þau Hallveig Rúnarsdóttir, sópransöngkona og Gissur Páll Gissurarson, tenór. Píanóleikari er Helga Bryndís Magnúsdóttir. 

Álfheiður Erla Guðmundsdóttir

Á tónleikunum verða veittir veglegir styrkir úr Tónlistarsjóði Rótarý til ungra tónlistarnema í mastersnámi.

Styrkþegar í ár eru tveir, þær Álfheiður Erla Guðmundsdóttir, sópransöngkona og Rannveig Marta Sarc, fiðluleikari og munu þær báðar flytja tónlistaratriði á tónleikunum.

Frá árinu 2005 hafa 24 ungir tónlistarmenn þegar hlotið styrki úr Tónlistarsjóði Rótarý. Sjá nánar hér.

Rannveig Marta Sarc

Ávarp flytur Guðríður Helgadóttir og kynnir er Magnús Lyngdal Magnússon.

Tónleikarnir í Salnum verða sunnudaginn 2. febrúar og hefjast kl. 16.

Miðasala

Þeir eru öllum opnir en miðasala er í Salnum og á tix.is

 

 

Related Images:

RELATED ARTICLES
- Advertisment -

Nýjast

Fréttir af klúbbunum