Fimmtudagur, febrúar 22, 2024
HeimFréttirKlúbbafréttirHanna María heiðruð með Paul Harris viðurkenningunni

Hanna María heiðruð með Paul Harris viðurkenningunni

Hanna María Siggeirsdóttir, Rótarýklúbbnum Reykjavík-Miðborg, var veitt Paul Harris viðurkenningin fyrir störf sín í þágu rótarýhreyfingarinnar á umdæmisþingi íslenska rótarýumdæmisins 6.-7. október 2017 í Mosfellsbæ.

Hanna María hlýtur Paul Harris viðurkenninguna fyrir störf sín í þágu æskulýðsmála á vegum rótarýumdæmisins. Hún hefur starfað í æskulýðsnefnd umdæmisins frá 2007 og sem formaður nefndarinnar frá 2010. Hanna María var tekin í Rótarýklúbb Vestmannaeyja 11. febrúar 1995. Hún flutti til Reykjavíkur 2006 og flutti sig þá um set í Rótarýklúbbinn Reykjavík-Miðborg.

Meginverkefni æskulýðsnefndar rótarýumdæmisins er að annast ungmennaskipti (nemendaskipti) milli Íslands og annarra landa. Árlega koma nokkur erlend ungmenni til landsins og dvelja hér í tæpt ár á íslenskum heimilum, stunda nám og taka þátt í daglegu lífi með gistifjölskyldunum. Á móti fer hópur íslenskra ungmenna til útlanda. Öll tengjast ungmennin rótarýklúbbum með einhverju hætti. Auk nemendaskiptanna hefur æskulýðsnefndin haft umsjón með sumarskiptinemum. Af öðrum ólöstuðum hefur Hanna María verið vítamínsprautan í þessu starfi á liðnum árum.

Knútur Óskarsson, umdæmisstjóri veitti Hönnu Maríu Paul Harris viðurkenninguna í lokahófi umdæmisþingsins í Hlégarði í Mosfellsbæ 7. otkóber 2017. Paul Harris viðurkenningin er veitt rótarýfélögum í þakklætisskyni fyrir störf þeirra í þágu rótarýhreyfingarinnar. Viðurkenningin heitir eftir stofnanda rótarýhreyfingarinnar. Hún hefur verið veitt frá 1957.

Related Images:

RELATED ARTICLES
- Advertisment -

Nýjast

Fréttir af klúbbunum