Föstudagur, 6. desember 2024
HeimFréttirHeiðursfélagar í Rkl. Rangæinga

Heiðursfélagar í Rkl. Rangæinga

 

Garðar Eiríksson, umdæmisstjóri, heimsækir rótarýklúbbana í landinu um þessar mundir. Í gær var hann á fundi í Rkl. Rangæinga. Við það tækifæri voru þrír gerðir að heiðursfélögum klúbbsins. Þeir eru Sveinn Runólfsson, fyrrverandi landgræðslustjóri, Ólafur E. Ólafsson, fyrrverandi kaupfélagsstjóri og Sr. Sváfnir Sveinbjarnarson, fyrrv. prófastur og umdæmisstjóri Rótarý. Sveinn og Ólafur voru fjarstaddir en sr. Sváfnir var viðstaddur og tók við heiðursviðurkenningu úr hendi forseta, Kjartans Þorkelssonar, lögreglustjóra á Suðurlandi.

 

 

Related Images:

RELATED ARTICLES
- Advertisment -

Nýjast

Fréttir af klúbbunum