Hlaupum til gagns
Íslenskir rótarýfélagar eru hvattir til að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu og safna áheitum fyrir átak rótarýhreyfingarinnar gegn lömunarveiki í heiminum, PolioPlus verkefninu.
Hægt er að velja þá vegalengd sem hentar hverjum og einum, 10 km, hálft eða heilt maraþon.
Skráning í Reykjavíkurmaraþonið
Skráið ykkur í hlaupið hér og munið að merkja við „íþróttafélag/hópur“ og setja þar Rotary.
Rótarýfélagar líka á hliðarlínunni
Rótarýfélagar eru hvattir til að vera á hliðarlínunni til að hvetja Rótarýhlauparana. Umdæmið hefur látið útbúa strandfána til að stinga niður á grasflötum við brautina og rauða EndPolioNow boli en áhugasamir eru hvattir til að láta vita af þátttöku sinni til umdæmisstjóra á umdstjori@rotary.is
Pastaveisla – Allir velkomnir
Pastaveisla verður kl. 19, föstudeginum fyrir hlaupið á veitingastaðnum Satt á gamla Hótel Loftleiðum. Verð kr. 2.000,- Tilkynna þarf þátttöku á umdstjori@rotary.is í síðasta lagi miðvikudaginn 21. ágúst.
Uppskeruhátíð
Eftir hlaupið hittast hlaupararnir á Messanum, Grandagarði 8, kl. 19, og fagna áfanganum og vonandi góðri söfnun fyrir PolioPlus. Boðið er upp á fiskihlaðborð á kr. 4.000 kr. og vínglas/bjór á 1.000 kr.
Áheit – styrkjum baráttuna gegn lömunarveiki
Rótarýfélagar og aðrir eru hvattir til að heita á hlaupara eða styrkja verkefnið beint.
- Áheit greidd inn á bankareikning: Smelltu HÉR
- Greitt með greiðslukorti: Smelltu hér (Verður virkt innan skamms)
Hlaupararnir
Þessir eru skráðir og merktir Rótarý. Láttu endilega vita ef þú ætlar að hlaupa með því að senda póst á gudni@rotary.is
Eftirtalin hlaupa heilt maraþon, 42,2 km:
- Carsten Weilnau, 1973, Germany
- Debbie Wilson, 1960, United Kingdom
- Dietmar Penteker, 1972, Germany
- Dirk Theisges, 1965, Germany
- Frank Sonntag, 1945, Germany
- Georges Chasseuil, 1950, France
- Guðni Gíslason, 1957, Hafnarfjörður-Straumur
- Helmut Holl, 1963, Austria
- Hugues Pflieger, 1952, France
- Iain Wilson, 1957, United Kingdom
- Jane Lanford, 1955, United States
- Keith Fagg, 1956, Australia
- Ralf Ludewig, 1967, Germany
- Stefan Hauser, 1968, Germany
- Ulrich Paul Martin Menken, 1955, Germany
- Kester Alan Baines, 1950, Australia
Eftirtalin hlaupa hálft maraþon, 21,1 km
- Annette Hauser, 1968, Germany
- Corinna Boesing, 1961, Germany
- Engelbert Lutz, Austria
- Florian Schuch, 1965, Germany
- Gerhard Zeisner, 1959, Germany
- Gísli B. Ívarsson, 1968, Garðabær-Hof
- Hoegner Wolfgang, 1948, Germany
- Joachim Bekedorf, 1958, Germany
- Juraj Koval 1959, Slovakia
- Jutta Bachmann, 1961, Norway
- Klaus Heinrich, 1958, Germany
- Lutz Bachmann, 1959, Norway
- Mara Theisges, 1996, Germany
- Norbert Zahn, 1959, Germany
- Norbert Norbert Zahn, 1959, Germany
- Susan Bishop, 1956, United States
- Susanne Hümmler, 1966, Germany
- Wolfgang Bender, 1948, Germany
Eftirtalin hlaupa 10 km
- Alan Michael Pollard 1941 United Kingdom
- Barbara Sonntag, 1946, Germany
- Dana Mojzisova 1966 Slovakia
- Ebba Theisges 2000 Germany
- Kerstin Mueller, United States
- Patricia Chasseuil, 1958, France
- Sabine Schuch, 1963, Germany
- Sigurbjörn Gunnarsson, 1959, Reykjavík-Breiðholt
- Susanne Zeisner, 1961, Germany