Laugardagur, 14. september 2024
HeimForsíðaHlaupum í Reykavíkurmaraþoninu til styrktar PolioPlus verkefninu!

Hlaupum í Reykavíkurmaraþoninu til styrktar PolioPlus verkefninu!

Þú getur styrkt verkefnið með fjárframlagi!

Hópur erlendra rótarýfélaga eru á leið til Íslands að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoni og leita áheita til styrktar PolioPlus verkefninu. Eru þetta félagar í áhugahópnum International Marathon Fellowship of Rotarians, en nánar má fá upplýsingar um hópinn á www.rotarianrun.org og á Facebook.

Hlaupum til gagns

Íslenskir rótarýfélagar eru hvattir til að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu og safna áheitum fyrir átak rótarýhreyfingarinnar gegn lömunarveiki í heiminum, PolioPlus verkefninu.

Hægt er að velja þá vegalengd sem hentar hverjum og einum, 10 km, hálft eða heilt maraþon.

Svona fána verða rótarýfélaga með á hliðarlínunni!

Skráning í Reykjavíkurmaraþonið

Skráið ykkur í hlaupið hér og munið að merkja við „íþróttafélag/hópur“ og setja þar Rotary.

Rótarýfélagar líka á hliðarlínunni

Rótarýfélagar eru hvattir til að vera á hliðarlínunni til að hvetja Rótarýhlauparana. Umdæmið hefur látið útbúa strandfána til að stinga niður á grasflötum við brautina og rauða EndPolioNow boli en áhugasamir eru hvattir til að láta vita af þátttöku sinni til umdæmisstjóra á umdstjori@rotary.is

Pastaveisla – Allir velkomnir

Pastaveisla verður kl. 19, föstudeginum fyrir hlaupið á veitingastaðnum Satt á gamla Hótel Loftleiðum. Verð kr. 2.000,- Tilkynna þarf þátttöku á umdstjori@rotary.is í síðasta lagi miðvikudaginn 21. ágúst.

Uppskeruhátíð

Eftir hlaupið hittast hlaupararnir á Messanum, Grandagarði 8, kl. 19, og fagna áfanganum og vonandi góðri söfnun fyrir PolioPlus. Boðið er upp á fiskihlaðborð á kr. 4.000 kr. og vínglas/bjór á 1.000 kr.

Áheit – styrkjum baráttuna gegn lömunarveiki

Rótarýfélagar og aðrir eru hvattir til að heita á hlaupara eða styrkja verkefnið beint.

  • Áheit greidd inn á bankareikning: Smelltu HÉR
  • Greitt með greiðslukorti: Smelltu hér (Verður virkt innan skamms)
Flestir rótarýhlaupararnir verða í svona bolum

Hlaupararnir

Þessir eru skráðir og merktir Rótarý. Láttu endilega vita ef þú ætlar að hlaupa með því að senda póst á gudni@rotary.is

Eftirtalin hlaupa heilt maraþon, 42,2 km:
  1. Carsten Weilnau, 1973, Germany
  2. Debbie Wilson, 1960, United Kingdom
  3. Dietmar Penteker, 1972, Germany
  4. Dirk Theisges, 1965, Germany
  5. Frank Sonntag, 1945, Germany
  6. Georges Chasseuil, 1950, France
  7. Guðni Gíslason, 1957, Hafnarfjörður-Straumur
  8. Helmut Holl, 1963, Austria
  9. Hugues Pflieger, 1952, France
  10. Iain Wilson, 1957, United Kingdom
  11. Jane Lanford, 1955, United States
  12. Keith Fagg, 1956, Australia
  13. Ralf Ludewig, 1967, Germany
  14. Stefan Hauser, 1968, Germany
  15. Ulrich Paul Martin Menken, 1955, Germany
  16. Kester Alan Baines, 1950, Australia
Eftirtalin hlaupa hálft maraþon, 21,1 km
  1. Annette Hauser, 1968, Germany
  2. Corinna Boesing, 1961, Germany
  3. Engelbert Lutz, Austria
  4. Florian Schuch, 1965, Germany
  5. Gerhard Zeisner, 1959, Germany
  6. Gísli B. Ívarsson, 1968, Garðabær-Hof
  7. Hoegner Wolfgang, 1948, Germany
  8. Joachim Bekedorf, 1958, Germany
  9. Juraj Koval 1959, Slovakia
  10. Jutta Bachmann, 1961, Norway
  11. Klaus Heinrich, 1958, Germany
  12. Lutz Bachmann, 1959, Norway
  13. Mara Theisges, 1996, Germany
  14. Norbert Zahn, 1959, Germany
  15. Norbert Norbert Zahn, 1959, Germany
  16. Susan Bishop, 1956, United States
  17. Susanne Hümmler, 1966, Germany
  18. Wolfgang Bender, 1948, Germany
Eftirtalin hlaupa 10 km
  1. Alan Michael Pollard 1941 United Kingdom
  2. Barbara Sonntag, 1946, Germany
  3. Dana Mojzisova 1966 Slovakia
  4. Ebba Theisges 2000 Germany
  5. Kerstin Mueller, United States
  6. Patricia Chasseuil, 1958, France
  7. Sabine Schuch, 1963, Germany
  8. Sigurbjörn Gunnarsson, 1959, Reykjavík-Breiðholt
  9. Susanne Zeisner, 1961, Germany

Related Images:

RELATED ARTICLES
- Advertisment -

Nýjast

Fréttir af klúbbunum