Föstudagur, júní 21, 2024
HeimFréttirHlaut þakkarviðurkenningu FKA

Hlaut þakkarviðurkenningu FKA

Anna Stefánsdóttir fékk viðurkenningu fyrir störf sín að heilbrigðismálum

Anna Stefánsdóttir, umdæmisstjóri Rótarý á Íslandi og forstjóri á Reykjalundi, hlaut nýlega þakkarviðurkenningu Félags kvenna í atvinnurekstri fyrir eftirtektarvert ævistarf sem stjórnandi í atvinnulífinu.

 Anna hóf störf sem gjörgæsluhjúkrunarfræðingur á Landspítalanum árið 1975.

„Sem hjúkrunarfræðingur fann ég fljótt að ég vildi hafa áhrif á hvernig hjúkrunarstarfið þróaðist á Landspítala og sóttist eftir því að stjórna gjörgæsludeildinni þegar það starf losnaði 1980. Þar missti ég aldrei sjónar á því hvernig hjúkrun og umönnun við sjúklinga yrði betri og þar tala verk mín enn á spítalanum,“ sagði Anna í viðtali við Fréttablaðið. Eftir meistaranám í hjúkrunarstjórnun við Edinborgarháskóla árið 1988 tók hún við sem framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum til ársins 2012.

Er Önnu óskað til hamingju með heiðurinn.

Anna Stefánsdóttir, Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir sem fengu viðurkenningar FKA.

Related Images:

RELATED ARTICLES
- Advertisment -

Nýjast

Fréttir af klúbbunum