Rótarýklúbburinn Hof-Garðabær
STOCKHOLMS VÄSTRA


fimmtudagur fimmtudagur, 16. september 2021
Málefni Afghanistan
Gestur fundarins verður Una Sighvatsdóttir. Una Sighvatsdóttir
Una starfar sem sérfræðingur hjá embætti forseta Íslands og er einnig sérfróð um málefni Afghanistan þar sem hún bjó og starfaði fyrir Atlantshafsbandalagið sem upplýsingafulltrúi í Kabúl. Hún starfaði einnig fyrir NATO í Tblisi í Georgíu og sem blaðamaður á Íslandi um árabil. Málefni Afghanistan hafa verið efsta á baugi undanfarið og fréttir af ástandinu hafa vakið óhug. En hvað býr þar að baki? Hvernig hefur ástandið verið í landinu undanfarin ár og hvað er framundan hjá Afgönsku þjóðinu nú þegar Talíbanar hafa tekið völdin? Fræðumst nánar um þetta mikilvæga málefni með Unu sem hefur einstaka sýn frá veru sinni þar í landi.

3ja mínútna erindi verður í höndum Árna Jóns.

Fundurinn er í umsjón Alþjóðaþjónustunefndar en hana skipa Ári Jón, Edda, Gísli, Hanna Þóra og Þorgerður Anna.
 
fimmtudagur fimmtudagur, 23. september 2021
Heimsókn umdæmisstjóra

Ásdís Helga Bjarnadóttir, umdæmisstjóri Rótarý á Íslandi, verður gestur fundarins. Ásdís kemur úr Rkl. Héraðsbúa. 


Ásdís Helga Bjarnadóttir
 

fimmtudagur fimmtudagur, 16. apríl 2020
Nýsköpun
Hannes Ottósson - fjarfundur
 
sunnudagur sunnudagur, 15. mars 2020
Fundarhöldum frestað
Kæru félagar ...
Við erum þessa dagana að upplifa fordæmalausa tíma og því hefur stjórn klúbbsins ákveðið að sýna ábyrgð og fresta hefðbundnum fundarhöldum á meðan samkomubann stjórnvalda stendur yfir.
Bakland okkar, þ.e. Rótarý á Íslandi og Rotary International styður þessa ákvörðun.
Til að viðhalda okkar góða félagsskap og hressa upp á andann þá hvetjum við ykkur til að vera virk á FB-síðunni okkar og pósta t.d. athyglisverðum og/eða skemmtilegum uppákomum sem við lendum í eða rekumst á í amstri dagsins. 
Við horfum björtum augum til framtíðar og vonumst til að þessi krísa gangi yfir sem allra fyrst, okkur öllum til heilla.
Bestu kveðjur,
Fyrir hönd stjórnar
Guðmumdur Þór Egilsson, klúbbforseti
 
sunnudagur sunnudagur, 1. mars 2020
Rótarýdagurinn
Fyrirlesari: Sævar Helgi Bragason

 
fimmtudagur fimmtudagur, 9. janúar 2020
Heimsókn á Bessastaði

Guðni Th. Jóhannesson og Friðdbjörn Möller 

 
fimmtudagur fimmtudagur, 5. desember 2019
Leiðandi hagvísi Analytica
Fyrirlesari: Yngvi Harðarson