Í upphafi nýs starfsárs Rótarý á Íslandi áttu sér stað umdæmisgjaldkeraskipti. Jón Pétursson í Rkl. Borgum hefur gegnt því embætti í tvö ár en við tekur Sigurjón Bjarnason, Rkl. Héraðsbúa. Embættið er mikilvægt umdæminu þar sem umtalsvert af fjármunum fer í gegnum það til reksturs þess, umdæmisþingsins, samskipta við alþjóðahreyfinguna og vegna umsýslu hinna ýmsu sjóða. Umdæmisgjaldkeri er því í samskiptum við klúbbana vegna félagsgjalda sem eru innheimt tvisvar á ári og vegna umsókna um verkefnastyrki, jafnframt því að gera skil á fjármunum til Rotary International.
Mjög brýnt er að klúbbar standi ávallt skil á réttri félagatölu í gagnagrunninum rotary.is, því fjárhæðir reiknast út frá þeim grunni. Yfirfara þarf því sérstaklega félagaskrána fyrir 20. ágúst og aftur 20. desember. Mikilvægt er einnig að klúbbembætti séu skráð í grunninn þannig að auðvelt sé að miðla beint á gjaldkera klúbbanna og/eða forseta þeirra.
„Við viljum samhliða þessu hvetja klúbba til að leggja 60 USD á félaga í Rótarýsjóðinn og Pólíoplús, enda mjög mikilvæg og brýn verkefni sem við erum stolt af að geta lagt lið,“ segir Ásdís Helga Bjarnadóttir, umdæmisstjóri. Þetta er hægt að gera beint í gegnum
Á þessu starfsári eins og því liðna verður engin föst viðvera á skrifstofu Rótarý á Suðurlandsbrautinni. Heiðrún Hauksdóttur, Rkl. Görðum, fylgist með innsendum pósti, miðlar af netfangi umdæmisins og sinnir ákveðnum verkefnum á skrifstofunni.
Því er hvatt til þess að öll erindi til umdæmisins fari um netfang til viðeigandi aðila innan þess, sbr. listi yfir „Trúnaðarmenn 2021-2022″ sem allir forsetar hafa fengið. Forsvarsmenn klúbba eiga líka sína trúnaðarmenn innan umdæmsins, þ.e. aðstoðarumdæmisstjóra sem má ávallt leita til. Upplýsingar um þá er að finna í viðkomandi skjali en einnig á ,,Tengiliðir“ á heimasíðu Rótarý á Íslandi.