Laugardagur, 14. september 2024
HeimFréttirAlþjóðafréttirJennifer E. Jones - fyrsta konan sem gegnir embætti alþjóðaforseta Rótarý

Jennifer E. Jones – fyrsta konan sem gegnir embætti alþjóðaforseta Rótarý

Kanadíska konan Jennifer E. Jones tekur við embætti alþjóðaforseta Rótarý 2022-2023 hinn 1. júlí n.k. Þetta er merkisviðburður í 115 ára sögu Rótarýhreyfingarinnar því að Jennifer er fyrsta konan sem valin er til að gegna þessu mikilivæga og virðulega embætti.

Jennifer E. Jones, er félagi í Rotary Club of Windsor-Roseland í Ontario-fylki í Kanada, þar sem hún á og stjórnar fyrirtækinu Media Street Productions, sem unnið hefur til verðlauna í framleiðslu á sjónvarpsefni. Auk þess hefur hún verið formaður í stjórn háskólans í Windsor og formaður viðskiptaráðsins á svæðinu. Hún hefur doktorsgráðu í lögfræði og hefur starfað náið með samtökum sem vinna að friðarmálum.

Jennifer varð rótarýfélagi árið 1997. Að undanförnu hefur hún átt sæti í stjórn Rótarýsjóðsins og einnig gegnt margvíslegum öðrum trúnaðarstörfum fyrir hreyfinguna, verið varaforseti Rotary International, átt sæti í framkvæmdastjórn RI, stjórnað þjálfunarverkefnum, veitt ýmsum nefndum forystu og starfað sem umdæmisstjóri á sínum heimaslóðum. Auk þess gegndi hún leiðtogahlutverki við endurmótun ímyndarstefnu Rótarý og í lokaátaki vegna fjáröflunar fyrir PolioPlus-verkefnið til útrýmingar lömunarveikinnar.

Jennifer hefur nýlega valið og birt einkunnarorð sín fyrir komandi starfsár og táknið sem þeim fylgir, „Imagine Rotary“ sem nú verður gefið út á hinum ýmsu tungumálum, m.a íslensku.

Á þessum tímamótum hefur Jennifer tjáð sig um mörg atriði sem henni eru hugleikin varðandi stöðu Rótarýhreyfingarinnar. Eins og að líkum lætur er fjölbreytnin í félagahópnum og einkanlega staða kvenna í Rótarý, brennandi áhugamál hennar. Nýlega birtist á vef Rotary International, rotary.org, viðtal á ensku við Jennifer E. Jones, þar sem hún reifar stefnumál sín og hugleiðingar. Greinina má nálgast hér.

 

 

 

 

Related Images:

RELATED ARTICLES
- Advertisment -

Nýjast

Fréttir af klúbbunum