Jólaboð Rótarýklúbbs Sauðárkróks fyrir bæjarbúa.

0
242
Félagar í Rótarýklúbbi Sauðárkróks búnir að setja á sig jólasvunturnar og klárir til að halda veislu fyrir bæjarbúa.

Morgunblaðið birtir í dag meðfylgjandi frétt og mynd frá árlegu jólaboði sem Rótarýklúbbur Sauðárkróks bauð bæjarbúum og fleiri gestum til sl. laugardag 30. nóvember. Þetta er í sjöunda skipti, sem klúbburinn efnir til slíkrar matarveislu í aðdraganda jólahátíðarinnar, gestunum að kostnaðarlausu.

Pétur Bjarnason, forseti Rkl. Sauðárkróks, var að vonum ánægður með vel heppnað boð og sendi meðfylgjandi mynd af jóla(mat)sveinum klúbbsins, sem lögðu af mörkum mikið starf við undirbúninginn og framreiðslu veislumatarins.