Rótarýklúbbur Kópavogs
STOCKHOLMS VÄSTRA

SAGA KLÚBBSINS

Stofnun Rótarýklúbbs Kópavogs 6. febrúar 1961

Kafli þessi er stytt endursögn af frásögn Guttorms Sigurbjörnssonar, fyrsta forseta klúbbsins, í 30 ára afmælisbók klúbbsins

Árið 1960 var Jóhann Jóhannsson, skólastjóri Gagnfræðaskólans í Siglufirði umdæmisstjóri íslenska Rótarýumdæmisins. Það hefur lengi verið metnaðarmál umdæmisstjóranna að standa að stofnun eins rótarýklúbbs í sinni umdæmisstjóratíð. Það kom því ekki á óvart, að svo áhugasamur rótarýmaður sem Jóhann var, reyndi fyrir sér um þessa hluti.

Á þessum tíma var Kópavogur mjög ört vaxandi kaupstaður og því ekki óeðlilegt að til hans væri litið um stofnun nýs rótarýklúbbs. Það mun hafa verið á miðju sumri 1960, sem Jóhann hafði samband við Sigurgeir Jónsson, þáverandi bæjarfógeta í Kópavogi um það hvort aðstæður væru á þann veg í Kópavogi, að hægt væri að koma á fót rótarýklúbbi. Eftir að Sigurgeir hafði kannað málið, var niðurstaðan sú, að reynt skyldi að hrinda málinu í framkvæmd.

Eftirtaldir 24 menn höfðu látið í ljós áhuga á að gerast stofnfélagar Rótarýklúbbs Kópavogs:

Árni Sigurjónsson, framkvæmdastjóri
Eggert Steinsen, rafmagnsverkfræðingur
Einar G. E. Sæmundsen, skógfræðingur
Einar Vídalín Einarsson, stöðvarstjóri
Frímann Jónasson, skólastjóri
Gísli Þorkelsson, efnaverkfræðingur
Guðmundur Matthíasson, organisti
Guðni Þorgeirsson, kaupmaður
Gunnar Árnason, sóknarprestur
Guttormur Sigurbjörnsson, skattstjóri
Hrólfur Ásvaldsson, sparisjóðs stjóri
Jóhann Kristjánsson, kaupmaður
Johan Schröder, garðyrkjumaður
Jón Sumarliðason, bifreiðaeftirlitsmaður
Jósafat Líndal, framkvæmdastjóri
Oddur A. Sigurjónsson, skólastjóri
Pétur M. Þorsteinsson, bifvélavirkjameistari
Siggeir Ólafsson, húsasmíðameistari
Sigurgeir Jónsson, bæjarfógeti
Steinn Steinsen, byggingaverkfræðingur
Sveinn A. Sæmundsson, blikksmíðameistari
Tryggvi Jónsson, forstjóri
Úlfar Helgason, tannlæknir
Þorvarður Árnason, forstjóri

Kosin var bráðabirgðastjórn fyrir klúbbinn, og hann hóf að halda fundi, enda þótt hann hefði ekki öðlast full réttindi. Þessa bráðabirgðastjórn skipuðu eftirtaldir menn: Guttormur Sigurbjörnsson, skattstjóri, forseti, Steinn Steinsen, verkfræðingur, varaforseti, Þorvarður Árnason, forstjóri, ritari, Gísli Þorkelsson, verkfræðingur, gjaldkeri og Siggeir Ólafsson, byggingameistari, stallari.

Það var svo ekki fyrr en 6. febrúar 1961, að stofnfundur klúbbsins var haldinn í félagsheimili Kópavogs. Sú stjórn, sem farið hafði með bráðabirgða umboð í klúbbnum, var öll endurkosin sem fyrsta löglega stjórn hans.

Móðurklúbburinn var okkar næsti nágranni, Rótarýklúbbur Reykjavíkur. Og þeir, sem aðstoðuðu okkur fyrir hans hönd voru einkum þeir séra Óskar J. Þorláksson og dr. Árni Árnason, sem báðir vörðu miklum tíma til að hjálpa okkur við samningu sérlaga fyrir klúbbinn. Tómas Tómasson og Ludvig Storr voru okkur einnig mjög til hjálpar.

Það var svo ekki fyrr en 10. október 1961, að Jóhann Jóhannsson, þá orðinn fyrrverandi umdæmisstjóri, afhenti okkur fullgildingarskjal Rotary International á hátíðarfundi klúbbsins á venjulegum fundarstað í Félagsheimili Kópavogs. Rótarýklúbbur Kópavogs var sá 15. sem stofnaður var hér á landi, en þeir voru orðnir 30 talsins á 50 ára afmæli klúbbsins.


Rótarýklúbbur Kópavogs – stutt ágrip með afmæliskveðju

Úr bókinni Rótarýhreyfingin á Íslandi 50 ára / 1934-1984

Kosin var bráðabirgðastjórn fyrir klúbbinn, og hann hóf að halda fundi, enda þótt hann hefði ekki öðlast full réttindi. Þessa bráðabirgðastjórn skipuðu eftirtaldir menn:

Guttormur Sigurbjörnsson skattstjóri, forseti
Steinn Steinsen verkfræðingur, varaforseti
Þorvarður Árnason forstjóri, ritari
Gísli Þorkelsson verkfræðingur, gjaldkeri
Siggeir Ólafsson húsasmiður, stallari.

Það var svo ekki fyrr en 6. febrúar 1961, að stofnfundur klúbbsins var haldinn í Félagsheimili Kópavogs. Sú stjórn, sem farið hafði með bráðabirgðaumboð í klúbbnum, var öll endurkosin sem fyrsta löglega stjórn hans. Stofnfélagar voru 24 talsins.

Móðurklúbburinn var okkar næsti nágranni, Rótarýklúbbur Reykjavíkur. Og þeir sem aðstoðuðu okkur fyrir hans hönd voru einkum þeir séra Óskar J. Þorláksson og dr. Árni Árnason, sem báðir vörðu miklum tíma til að hjálpa okkur við samningu sérlaga fyrir klúbbinn. Tómas Tómasson og Ludvig Storr voru okkur einnig mjög hjálplegir.

Það var svo ekki fyrr en 10. október 1961, að Jóhann Jóhannsson, þá orðinn fyrrverandi umdæmisstjóri, afhenti klúbbnum fullgildingarskjal frá Rotary International á hátíðarfundi klúbbsins á venjulegum fundarstað í Félagsheimili Kópavogs.

Öll þessi ár, 22 talsins, sem klúbburinn hefur starfað, hafa verið með hefðbundnu sniði. Félagar hafa nokkuð komið og farið. Þeir eru í dag skráðir 61 og þar af tveir heiðursfélagar, þeir Frímann Jónasson frv. skólastjóri og séra Gunnar Árnason frv. sóknarprestur í Kópavogssókn. Af stofnfélögum eru enn starfandi í klúbbnum 10 félagar eða tæpur helmingur.

Íslenska rótarýumdæmið hefur valið tvo umdæmisstjóra úr hópi klúbbfélaga, þá Sigurgeir Jónsson og Pétur M. Þorsteinsson.

Klúbburinn hefur beitt sér fyrir því, að tveir meðlimir hans hafa fengið viðurkenningu sem Paul Harris fellows, þeir Kjartan J. Jóhannsson og Pétur M. Þorsteinsson, sem báðir eru fyrrverandi umdæmisstjórar.

Til ýmiss konar mannúðarmála hefur klúbburinn eflt svo kallaðan framkvæmdasjóð, sem settur var á stofn á fyrstu starfsárum hans með árlegum framlögum klúbbfélaga. En drýgsta tekjulind sjóðsins hefur á seinni árum verið útgáfa og sala jólamerkja, sem gefin hafa verið út síðan 1964.
Merkasta átak klúbbsins á sviði mannúðarmála er án efa þátttaka hans í byggingu sjúkraheimilis fyrir aldraða að Sunnuhlíð í Kópavogi. En formaður byggingarnefndar og nú rekstrarstjórnar er einn klúbbfélagi, Ásgeir Jóhannesson forstjóri.

Rótarýklúbbarnir á landinu eru í dag 24 talsins. Rótarýklúbbur Kópavogs var sá 15. í röðinni.

Í tilefni af 50 ára afmæli elsta og stærsta rótarýklúbbs landsins, Rótarýklúbbs Reykjavíkur, sendum við okkar bestu afmæliskveðjur með þakklæti fyrir veitta aðstoð við stofnun klúbbs okkar og ánægjulegt samstarf frá upphafi.
Megi rótarýhreyfingunni auðnast að koma til skila þeirri meginhugsjón að efla skilning og velvilja milli manna og milli þjóða.

Guttormur Sigurbjörnsson

Fjögur umdæmisþing í Kópavogi

5 umdæmisþing hafa verið haldin í Kópavogi, þar af 4 á vegum Rótarýklúbbs Kópavogs

Síðan er í vinnslu

 

Rótarýumdæmisstjórar og umdæmisþing á vegum Rótarýklúbbs Kópavogs

Fjórir klúbbfélagar hafa gegnt starfi umdæmisstjóra fyrir íslenska Rótarýumdæmið og klúbburinn annast þinghald í því sambandi.

Sigurgeir Jónsson 1966-1967

Fyrsti umdæmisstjóri á vegum klúbbsins var Sigurgeir Jónsson þá bæjarfógeti í Kópavogi. Hann lést árið 2005. Kona hans var Hrafnhildur
Kjartansdóttir Thors.
Sigurgeir var valinn með stuttum fyrirvara eða 19. júlí 1965 af klúbbnum til þessa trúnaðarstarfs en hann var einn af stofnfélögum klúbbsins og hafði gegnt þar forsetaembætti 1962-1963. Sigurgeir var lögfræðingur að mennt og hafði gegnt fjölmörgum störfum fyrir hið opinbera er hér var komið sögu. Umdæmisþingið var haldið á Laugarvatni helgina 24. og 25. júní 1967. Annar af forsetum þingsins var kjörinn Árni Guðjónsson lögfræðingur þá félagi okkar í Rótarýklúbbi Kópavogs. Að lokinni setningu þingsins flutti fulltrúi forseta Rótary International sem að þessu sinni var J. Lewis Unsworth ávarp skv. venju á umdæmisþingunum. Þá var einnig meðal aðalræðumanna klúbbfélagi okkar Kjartan J. Jóhannsson þá héraðslæknir í Kópavogi.
Margir félagar í Rótarýklúbbi Kópavogs komu að undirbúningi þingsins og sátu það. Má þar meðal annars nefna Eggert Steinsen, Gottfreð Árnason, Gísla Þorkelsson og Ólaf Tómasson. Einna eftirminnilegustu ræðu þingsins,
að dómi margra, flutti Vilhjálmur Þ. Gíslason útvarpsstjóri. Undir lok þingsins annaðist svo félagi okkar sr. Gunnar Árnason helgistund. Því miður eru takmarkaðar upplýsingar til um þetta þing, en þó er ljóst að á umdæmisstjóraári sínu hefur Sigurgeir Jónsson lagt mikla áherslu á sparnað og heiðarleika í allri meðferð fjármuna umdæmisins.

Pétur Maack Þorsteinsson 1981-1982

Öðru sinni kom umdæmisstjóri úr Rótarýklúbbi Kópavogs fyrir tímabilið 1981-1982. Varð þá fyrir valinu Pétur Maack Þorsteinsson en hann lést
árið 2006. Kona hans var Agla Bjarnadóttir.
Pétur var einn af stofnfélögum klúbbsins og gegndi þar forsetaembætti
1969-1970. Hann beitti sér mjög í sinni umdæmisstjóratíð fyrir að umdæmið
sjálft eignaðist eigið húsnæði. Skilaði sú barátta síðar árangri og er nú umdæmið í eigin húsnæði.
Pétur var bifvélavirki að mennt og rak bifreiðaverkstæði og varahlutaverslun um árabil. Hann var tilnefndur fulltrúi forseta Rótarý International á umdæmisþingi í Bodö í Noregi 1990.
Rótaýklúbbur Kópavogs hafði sett á fót öfluga undirbúningsnefnd undi forustu þáverandi klúbbforseta Hreins Haukssonar til að annast þinghald 35. umdæmisþingsins. Var ákveðið að þingið færi fram á Laugarvatni dagana 18. - 20. júní 1982 og hafði verið send út dagskrá til allra klúbba í landinu. Kemur þar m.a. fram að til þingsins muni koma Jens Nicolaisen frá Álaborg sem fulltrúi forseta Rótarý International og Georg Tingvold frá Firðafylki í Noregi sem fulltrúi norrænu Rótarýumdæmanna og flytja þinginu ávörp. Auk hefðbundinna þingstarfa ætlaði gamall klúbbfélagi okkar Jón Gunnlaugsson læknir og fyrrv. umdæmisstjóri að flytja ræðu og á sunnudag myndi sr. Árni Pálsson félagi okkar annast morgunandakt.
En margt fer öðruvísi en ætlað var. Um þetta leyti hafði verið boðað til víðtækra verkfalla hér á landi og ekki hægt að treysta að undanþága fengistfyrir þinghaldið. Ákvað því umdæmisstjóri að aflýsa umdæmisþinginu. Var því horfið að því ráði til að ljúka umdæmisstjóraskiptum að efna til „mini“
umdæmisþings í Félagsheimili Kópavogs, sem var fundarstaður klúbbsins
okkar. Mættu þar aðeins félagar úr Rótarýklúbbi Kópavogs og Rótarýklúbbi
Selfoss, en þá var Marteinn Björnsson frá Rótarýklúbbi Selfoss að
taka við embætti undæmisstjóra.
Hinir erlendu gestir sem komnir voru til landsins mættu á almennum
fundi í Rótarýklúbbi Kópavogs og fluttu þar sínar kveðjur og ávörp sem
fyrirhuguð voru á umdæmisþinginu og reynt var að sýna þeim þá gestrisni
sem mögulegt var við þessar aðstæður, en það olli klúbbfélögunum og
öðrum Rótarýfélögum miklum vonbrigðum að ekki tókst að halda fyrirhugað
umdæmisþing með þeim hætti sem að var stefnt.

Ásgeir Jóhannesson 1995-1996

Rótarýklúbbi Kópavogs var falið í þriðja sinn að tilnefna umdæmisstjóra og
varð fyrir valinu Ásgeir Jóhannesson en hann hafði þá verið nær 3 áratugi
forstjóri Innkaupastofnunar ríkisins og hafði opinber innkaup sem sína starfsgrein innan Rótarýklúbbsins.
Kona hans er Sæunn Sveinsdóttir.
Hann hafði verið klúbbfélagi í nær aldarfjórðung og gengt forsetaembætti
1978-1979.
Auk hefðbundinna starfa umdæmisstjóra beitti Ásgeir sér fyrir sérstakri
aðstoð til barna í Súðavík og á Flateyri. Þær hörmungar höfðu gengið yfir
þessi kauptún á árinu 1995 að skömmu eftir áramót féll stórt snjóflóð á byggðina í Súðavík og lét á annan tug manna þar lífið og síðla um haustið
annað snjóflóð á byggðina á Flateyri þar sem nær tveir tugir manna fórust.
Mannlífið á þessum stöðum var í sárum eftir þessa atburði og velti forusta Rótarýumdæmisins fyrir sér með hvaða hætti Rótarýfélagsskapurinn gæti orðið börnunum í þessum byggðarlögum að liði. Leitaði Ásgeir eftir liðsinni og samstarfi við umdæmin í Noregi og Rótarý International í þeim tilgangi að bjóða börnum frá þessum stöðum í viku ferð til Noregs sumarið 1996. Tóku Rótarýumdæmin í Noregi sérstaklega vel í þessa hugmynd og styrkur fékkst frá alþjóðahreyfingunni til að hrinda þessari hugmynd í framkvæmd. Auk þess var afar mikilvægur stuðningur Flugleiða h.f. við þetta verkefni. Varð niðurstaðan sú að 14 ungmenni sóttu Noreg heim undir fararstjórn Péturs Bjarnasonar Rótarýfélaga frá Ísafirði og konu hans Grétu Jónsdóttur.
Torstein Bryn umdæmisstjóri í Sandefjord í Noregi sá um móttökur barnanna og skipulagði ferð þeirra til margra áhugaverðra staða í Noregi.
Útnefndi íslenska Rótarýumdæmið Torstein sem Paul Harris félaga í virðingar og þakklætisskyni fyrir hans mikilvæga framlag til þessa máls.
Lauk ferðinni í Osló þar sem börnunum var boðið í hádegisverð í bústað
sendiherra Íslands Eiðs Guðnasonar. Var þar staddur fréttamaður frá íslenska ríkisútvarpinu og var útvarpað beint úr sendiherrabústaðnum viðtölum við nokkur börn. Einnig birtust viðtöl við börnin í flestum stærstu
dagblöðunum
í Noregi, en í hópi þeirra voru börn sem legið höfðu allt að því sólarhring í snjóflóði áður en tókst að bjarga þeim. Vakti þessi heimsókn barnanna verulega athygli í fjölmiðlum bæði á Íslandi og í Noregi og varð góð kynning á þeim góðu verkefnum sem Rótarýhreyfingin vann að á þessum tíma.
Í lok umdæmisstjóraárs Ásgeirs Jóhannessonar var haldið eitt af fjölsóttustu
umdæmisþingum í sögu Rótarýhreyfingarinnar hér á landi. Var það gert hér í Kópavogi með miklum myndarbrag en sérstök undirbúningsnefnd undir formennsku Kristjáns Guðmundssonar fyrrverandi bæjarstjóra í Kópavogi annaðist undirbúning og framkvæmd þess þinghalds.
Kristján hefur ritað sérstaka frásögn af því þinghaldi, sem birtist í 50 ára afmælisbók klúbbsins og hvernig Rótarýfélagarnir í Rótarýklúbbi Kópavogs nýttu þá tækifærið til að kynna sína heimabyggð fyrir Rótarýfélögum og eiginkonum þeirra.

Guðmundur Jens Þorvarðarson 2016-2017

Rótarýklúbbi Kópavogs var falið í fjórða sinn að tilnefna umdæmisstjóra og
varð fyrir valinu Guðmundur Jens Þorvarðarson.

 

 


Fjórir umdæmisstjórar frá Rótarýklúbbi Kópavogs

Í sögu Rótarýklúbbs Kópavogs hafa fjórir klúbbfélagar gegnt starfi umdæmisstjóra fyrir íslenska Rótarýumdæmið og klúbburinn annast þinghald í því sambandi.

 

Síðan er í vinnslu

Sigurgeir Jónsson 1966-1967

Fyrsti umdæmisstjóri á vegum klúbbsins var Sigurgeir Jónsson þá bæjarfógeti í Kópavogi.
Hann lést árið 2005. Kona hans var Hrafnhildur Kjartansdóttir Thors.
Sigurgeir var valinn með stuttum fyrirvara eða 19. júlí 1965 af klúbbnum til þessa trúnaðarstarfs en hann var einn af stofnfélögum klúbbsins og var forseti klúbbsins 1962-1963. Sigurgeir var lögfræðingur að mennt og hafði gegnt fjölmörgum störfum fyrir hið opinbera er hér var komið sögu.

Sigurgeir

Sigurgeir og kona hans Hrafnhildur Thors taka með viðhöfn á móti fulltrúa frá alþjóða Rótarýhreyfingunn á Keflavíkurflugvelli. Í miðjunni er Pétur Guðmundsson flugvallarstjóri.


Pétur Maack Þorsteinsson 1981-1982

Öðru sinni kom umdæmisstjóri úr Rótarýklúbbi Kópavogs fyrir tímabilið
1981-1982. Varð þá fyrir valinu Pétur Maack Þorsteinsson en hann lést
árið 2006. Kona hans var Agla Bjarnadóttir.
Pétur var einn af stofnfélögum klúbbsins og gegndi þar forsetaembætti 1969-1970. Hann beitti sér mjög í sinni umdæmisstjóratíð fyrir að umdæmið
sjálft eignaðist eigið húsnæði. Skilaði sú barátta síðar árangri og er nú umdæmið í eigin húsnæði.
Pétur var bifvélavirki að mennt og rak bifreiðaverkstæði og varahlutaverslun
um árabil. Hann var tilnefndur fulltrúi forseta Rótarý International á umdæmisþingi í Bodö í Noregi 1990.

Petur-og-Agla

Pétur Maack Þorsteinsson ásamt konu sinni Öglu Bjarnadóttur. Engar myndir eru frá umdæmisþingi þess tíma þar sem fella varð þingið niður
vegna yfirvofandi verkfalla, en Pétur er hér kátur og hress að vanda á myndinni sem er frá umdæmisstjóratíð hans 1981-1982.

 

Ásgeir Jóhannesson 1995-1996

Rótarýklúbbi Kópavogs var falið í þriðja sinn að tilnefna umdæmisstjóra og
varð fyrir valinu Ásgeir Jóhannesson en hann hafði þá verið nær 3 áratugi
forstjóri Innkaupastofnunar ríkisins og hafði opinber innkaup sem sína starfsgrein innan Rótarýklúbbsins.
Kona hans er Sæunn Sveinsdóttir.
Hann hafði verið klúbbfélagi í nær aldarfjórðung og gegnt forsetaembætti
1978-1979.

Asgeir-og-Vigdis

Ásgeir Jóhannesson, þá umdæmisstjóri, tekur Vigdísi Finnbogadóttur forseta Íslands inn í Rótarýklúbbinn Reykjavík-Miðborg í umdæmisstjóratíð sinni 1995-1996.