Elísabet S. Ólafsdóttir, forseti Rkl. Mosfellssveitar, sendi stuttan pistil með mynd:
„Á fögru ágústkvöldi hittust félagar í Rótarýklúbbi Mosfellssveitar í trjálundinum hjá Maríu og Erik, sem er fyrir ofan Skarhólabrautina. Þau hafa ræktað upp- og nostrað við lundinn í rúm tuttugu og fimm ár, enda ber hann þeim og kærleikanum sem þau hafa lagt í lundinn, fagurt merki. Fjölbreytileiki gróðursins og trjánna þar er mikill og umhirða lundarins öll til fyrirmyndar. Það er gaman að sjá hvað hægt er að rækta upp falleg svæði með vinnu og alúð og leyfa gestum og gangandi að njóta þess með sér. Ég mæli með að kíkja í lundinn og láta hann vera hvatningu til að sjá hvað hægt er að gera í sínu nærumhverfi.“
Eftir skemmtilega göngu bauð nýr forseti klúbbsins Elísabet S. Ólafsdóttir, félögunum heim til sín í ljúffengan kvöldverð.