Laugardagur, 14. september 2024
HeimFréttirKynningarfundur um Rótaract í Háskóla Íslands

Kynningarfundur um Rótaract í Háskóla Íslands

Kynningarfundur um Rótaractklúbba var haldinn í Háskóla í Íslands 24. mars.  Markmiðið með fundinum var að stofna Rótaractklúbba í samstarfi við háskóla á höfuðborgarsvæðinu þ.e. Háskólann í Reykjavík og Háskóla Íslands. Einnig er hugmyndin að stofna Rótaractklúbb í samstarfi við Háskólann á Akureyri.

Skiptinemarnir Bjarni Freyr Gunnarsson og Silja Rún Sigurbjörnsdóttir ásamt Hrefnu Sigríði Briem, forseta Rkl. Reykjavík-Miðborg.

Rótaract er eitt öflugasta og áhrifamesta verkefni Rótarý International og eru um 200.000 meðlimir Rótaract á heimsvísu með um 7300 klúbba í rúmlega 150 löndum, klúbbarnir eru alþjóðleg félags- og góðgerðasamtök fyrir ungt fólk á aldrinum 18 – 30 ára sem vill láta gott af sér leiða í samfélaginu.

Hrefna Sigríður Briem, forseti Rótarýklúbbsins Reykjavík – Miðborg, hefur tekið að sér fyrir hönd klúbbsins að leiða stofnun þessara klúbba en Rótarýklúbburinn Reykjavík – Miðborg verður móðurklúbbur Rótaractklúbbsins sem verður stofnaður í Reykjavík. Þar sem Rótarýklúbburinn Reykjavík – Miðborg verður móðurklúbbur nýs Rótaractklúbbs, mun hann bjóða nýjum Rótaractfélögum á fundi hjá sér fyrst um sinn. Klúbburinn fundar á mánudögum á veitingastaðnum Nauthóli frá kl. 12:10 – 13:15.

Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands.

Á kynningarfundinum flutti Jón Atli Benediktsson félagi í Rótarýklúbbi Reykjavík og rektor Háskóla Íslands ávarp. Hrefna Sigríður Briem, forseti Rótarýklúbbsins Reykjavík – Miðborg, kynnti starf og mikilvægi Rótarýhreyfingarinnar á heimsvísu og kynnti starf Rótaractklúbba. Hún fór yfir hversu dýrmæt reynsla það er fyrir ungt fólk að taka þátt í alþjóðlegu starfi, mynda góð tengsl og vináttu við samferðamenn, að þjóna samfélaginu og stuðla að velvild og friði í heiminum. Lagði hún einnig áherslu á að þátttaka félaga eykur alþjóðlegan skilning og félagar fá tækifæri til að þroska sig sem leiðtoga framtíðarinnar. Þá sögðu þau Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Freyr Gunnarsson, f.v. skiptinemar á vegum Ungmennaskipta Rótary frá reynslu sinni. Silja dvaldist í Bretaníu í Frakklandi og Bjarni í Madrid á Spáni.

Related Images:

RELATED ARTICLES
- Advertisment -

Nýjast

Fréttir af klúbbunum