Laugardagur, 7. desember 2024
HeimFréttirKynningarfundur um Rotaract í Háskólanum í Reykjavík tókst vel

Kynningarfundur um Rotaract í Háskólanum í Reykjavík tókst vel

Undirbúningsfundur að stofnun nýs Rotaract-klúbbs hér á landi var haldinn fyrir forgöngu félagsþróunarnefndar umdæmisins og Rkl. Reykjavík Miðborg sl. þriðjudag, 1. desember. í Háskólanum í Reykjavík. Rotaract-klúbbar starfa af miklum þrótti víða um heim og veita ungu fólki gott tækifæri til að tengjast Rótarýhreyfingunni.

Þau önnuðust kynninguna: Hrefna Sigríður, Davíð Stefán, Bjarni Freyr og Silja Rún.

„Hrefna Sigríður Briem og Davíð Stefán Guðmundsson, forseti og viðtakandi forseti hjá Rotaryklúbbnum Reykjavík Miðborg, sem hefur tekið að sér að vera bakhjarl tilvonandi nýs Rotaract-klúbbs við Háskólann í Reykjavík, voru með frábæra kynningu sem sýndi fram á mikilvægi Rótarý og Rotaract fyrir þátttakendur og samfélagið allt,“ segir Guðjón Ó. Sigurbjartsson, formaður félagsþróunarnefndar.

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Freyr Gunnarsson, f.v. skiptinemar á vegum ungmennaskipta Rótarý, sögðu því næst frá reynslu sinni. Silja dvaldist í Bretaníu í Frakklandi og Bjarni í Madrid á Spáni. Þau kunna auðsjáanlega vel að meta Rótarý og það skilaði sér með áhrifamiklum hætti í framsögu þeirra.

Eftir framsöguerindi voru líflegar samræður.  Margar spurningar komu fram og samræður urðu um hina ýmsu kosti Rótarý og Rotaract. Áhugavert verður að sjá hversu margir skrá sig í skráningarformið á https://www.rotary.is/vertu-med-nytt/ en þar má nú merkja sérstaklega við áhuga á að kynnast Rotaract.  Fram kom meðal fundargesta greinilegur áhugi á að stofna Rotaract-klúbb.

Tengsl við Háskólann í Reykjavík eru mikilvæg við framkvæmd verkefnisins.

„Það er ljóst að Hrefna og Davíð, hjá Reykjavík Miðborg og þeirra klúbbur verða öflugur bakhjarl nýja klúbbsins og munu standa vel að stofnun hans með okkur í félagsþróunarnefnd á næstu vikum,“ sagði Guðjón.

Þar sem þessi kynning gekk vel segir Guðjón rétt að hefja undirbúning að kynningu á Rotaract í Háskóla Íslands og Háskólanum á Akureyri.  Að sögn hans kom fram hjá Hrefnu, Davíð, Silju og Bjarna áhugi á taka þátt í áframhaldandi samvinnu við félagsþróunarnefnd um það verkefni.

 

 

 

Related Images:

RELATED ARTICLES
- Advertisment -

Nýjast

Fréttir af klúbbunum