Rótarýklúbburinn Reykjavík-Landvættir
STOCKHOLMS VÄSTRA

Svo getur komið nánar um klúbbinn hér.


þriðjudagur þriðjudagur, 22. september 2020
Heiðmerkurganga

Næsti fundur er á breyttum degi, þriðjudaginn 22 september kl. 17.00 og þá ætlum við að hittast uppí Heiðmörk. Hanna Guðmundsdóttir ætlar að stýra göngunni.

 

Við ætlum að hittast á bílastæðinu við Furulund og Grenilund og göngum Skógarhringinn sem er 3.3 km. Það er svona 35-45 mínútna gangur og mjög fallegt svæði í gegnum fallegt skóglendi. Þetta er, líka eins og nafnið gefur til kynna, hringur sem þýðir að við myndum enda aftur hjá bílastæðinu og gætum þá farið í annan hvorn lundinn þar sem við ætlum að borða hver sitt eigið nesti (ekki grilla út af dotlu) og  við ræðum síðan starfsárið sem er framundan á meðan við borðum saman.

 

Vonumst til að sjá sem flesta. 

 
þriðjudagur þriðjudagur, 29. september 2020
Heimilisiðnaðarfélag Íslands
Þriðjudaginn 29. september n.k. mun Margrét Valdimarsdóttir formaður Heimilisiðnaðarfélags Íslands (HFÍ) kynna starfsemi félagsins. Félagið heldur úti fjölbreyttri starfsemi, rekur öflugan námskeiðaskóla, gefur út bækur og ársritið Hug og hönd og rekur litla verslun. HFÍ er yfir 100 ára gamalt, með sterka hefð og langa sögu. Yfirskrift erindisins er: Hamingjan býr í handverkinu.