Leggðu lið

Rótarýsjóðurinn – flaggskip hreyfingarinnar

Rótarýklúbbar um allan heim leggja fé til sjóðsins og ráðstafar hann um 100 milljónum dollara árlega til mannúðar-, fræðslu- og menningarmála.

  • Langstærsta verkefni Rótarý undanfarið hefur verið baráttan gegn lömunarveiki, svo nefnt Polio-Plus verkefni. Gríðarlegur árangur hefur náðst og hefur lömunarveiki verið nánast útrýmt í heiminum. STYRKTU VERKEFNIÐ HÉR.
  • Tveggja ára námsstyrkir til meistaranáms í friðarmálum er eitt af nýrri verkefnum sjóðsins og hafa 11 Íslendingar nú þegar hlotið þennan glæsilega styrk.
  • Sjóðurinn styrkir fjölmörk verkefni um allan heim.
  • 91% framlaga í sjóðinn nýtist beint til mannúðarmála sem er gríðarlega hátt hlutfall.

Sjá nánar um sjóðinn hér.

Boys fill containers with water at a borehole donated by the Rotary Club of Muyenga, Uganda, as part of the Humanitarian Project Against Malaria, Poverty, Hunger, and Illiteracy in Kasamu-Kyali, Mpigi District, Uganda. The project is funded by a Health, Hunger, and Humanity (3-H) Grant from The Rotary Foundation with support from the Rotary Club of Muyenga, Uganda, and the Rotary clubs of Genk and Genk-Noord, Belgium.

Leggðu sjóðnum lið!

Þegar þú leggur sjóðnum lið er hægt að útvega hreint vatn og hreinlætisaðstöðu fyrir þá sem þurfa. Það veitir von og betri heilsu á svæðum sem áður herjuðu sjúkdómar eins og lömunarveiki. Það getur veitt bætta efnahagsþróun og ný tækifæri. Þín hjálp getur veitt þetta allt, og meira til.

Gefðu þangað sem þörfin er mest

Þegar þú gefur í Rótarýsjóðinn, þá styrkir þú þjónustuverkefni okkar – verkefni sem útrýma lömunarveiki, stuðla að friði og framþróun.

Þú getur valið í hvað þínir peningar fara. Ef þér er sama, ráðleggjum við þér að gefa í Annual Fund – share.

Þegar rótarýfélagar gefa beint í sjóðinn telst framlagið einnig með framlagi rótarýklúbbsins!

GEFÐU Í SJÓÐINN HÉR

Related Images: