Í dag, á „World Polio deginum“, hefur Rótarýhreyfingin og „Global Polio Eradication Initiative partners“ samtökin tilkynnt að lömunarveikiveiru af gerð 3 (WPV3) hafi verið útrýmt á heimsvísu.
Lömunarveikiveiran er aðeins þriðji smitandi sjúkdómsvaldurinn sem útrýmt hefur verið í heiminum, á eftir lömunarveikiveiru af gerð 2 árið 2015 og bólusótt árið 1980.
Þetta þýðir að tveimur af þremur lömunarveikisveirunum hefur nú verið útrýmt, sem er merkur áfangi í baráttunni gegn þessa illvíga sjúkdómi.
Afríka lömunarveikifrí árið 2020?
Þessi tilkynning kemur í kjölfar nýlegra frétta um að ekkert lömunarveiki smit hafi komið upp í Nígería síðastliðin þrjú ár.
Það þýðir að hægt er að lýsa því yfir á næsta ári að Afríka sé lömunarveikisfrí komi þar ekki upp nýtt smit.
„Útrýming lömunarveikisveiru af gerð þrjú er mikilvægt skref í baráttu Rótarý til að uppræta lömunarveiki,“ sagði Michael K. McGovern, formaður PolioPlus-nefnd Rotary International. „Jafnvel á meðan við tökumst á við miklar áskoranir í Pakistan og Afganistan, höldum við áfram að ná sögulegum árangri sem sýnir okkur að útrýming veikinnar er möguleg. Í dag er World Polio dagurinn – tími til að horfa yfir framtak okkar, hversu langt við höfum náð og þá vinnu sem enn þarf að sinna til uppfylla loforð okkar um heim án lömunarveiki. Það er mikilvægt að við sýnum áfram jákvæðni og njótum þessara góðu frétta um leið og við tökum höndum saman í þessu alþjóðlega verkefni að útrýma lömunarveikinni.“
Hver sem er getur lagt Rótarý og samstarfsaðilum lið í baráttunni gegn lömunarveiki.
Leggðu fé í söfnunina End Polio Now hér