Rótarýklúbbur Borgarness stendur fyrir málstofu og atvinnusýningu í Hjálmakletti í Borgarnesi á laugardaginn, 30. október.
„Matvælalandið Ísland – loftlagsmál og kolefnisspor“
Málstofa verður um matvælalandið Ísland – loftslagsmál og kolefnisspor kl. 10:30-12:30.
Frummælendur: Guðmundur I. Guðbrandsson umhverfisráðherra, Haraldur Benediktsson alþingismaður, Kristján Oddsson bóndi, Ragnheiður I. Þórarinsdóttir rektor LBHÍ.
Fundarstjóri: Þórir Páll Guðjónsson Rótarýklúbbi Borgarness.
Atvinnusýning
Atvinnusýning verður kl. 12:30-16. Fjölmörg fyrirtæki og stofnanir af svæðinu kynna starfsemi sína fyrir gestum og gangandi.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Rótarýklúbbur Borgarness stendur fyrir slíkum viðburði og hefur aðsókn verið mjög góð.
Skemmtiatriði
Ásta Marý Stefánsdóttir og Heiðmar Eyjólfsson syngja og leika á gítar kl. 13:30 og 15:30
Krílakórinn, börn á aldrinum 3-5 ára koma fram og syngja með sínu nefi undir stjórn Birnu Þorsteinsdóttur, kl. 14:30.
Veitingar
Kjötsúpa verður til sölu í hádeginu en það eru nemendur Menntaskóla Borgarfjarðar sem sjá um veitingasöluna.
Rjúkandi heitar vöfflur með rjóma, kaffi og aðrir drykkir verða í boði kl. 14-16 og er það einnig í umsjá nemenda MB.