Laugardagur, 14. september 2024
HeimFréttirNámskeið og kynningar á íslensku á vefnum "My Rotary"

Námskeið og kynningar á íslensku á vefnum „My Rotary“

Íslenskar þýðingar á námskeiðum fyrir Learning Center á vefsvæði Rotary international, rotary.org, er verkefni sem fræðslunefnd umdæmisins hefur unnið að.

„Við höfum valið fyrstu fjögur námskeiðin fyrir þýðingar og þrjú eru nú þegar í boði í fræðslumiðstöðinni á vefnum,“ segir Randver Fleckenstein í Rkl. Reykjavík International, starfandi formaður í fræðslunefnd umdæmsins í stað Rannveigar Björnsdóttur, sem er í námsleyfi erlendis. Námskeiðin heita:  „Að hefjast handa með Learning Center„, „Rótarý grunnur“ og „Aðgerðaáætlun Rótarý og þú“.

Fjórða námskeiðið, „Áherslusvið Rótarý“ verður væntanlega tilbúið í Learning Center í desember. Að sögn Randvers hafa starfsmenn Learning Center verið sérstaklega hjálpsamir við að koma þessum námskeiðum í gang. Á eftir sænsku og finnsku, er íslenska þriðja Norðurlandatungumálið sem birtist í Learning Center.

„Okkur finnst þessi fyrstu námskeið á íslensku vera frábær upprifjun fyrir núverandi Rótarýfélaga og tilvalin leið til að kynna Rótarý fyrir nýjum meðlimum,“ segir Randver. „Þú þarft ekki einu sinni að vera Rótarýfélagi til að fá aðgang að þessum námskeiðum, þannig að hægt er að nota þau við félagaöflun. Framhaldið fer eftir notkun umdæmisins á þessum og öðrum Learning Center-námskeiðum og mun nefndin meta þörfina á viðbótarþýðingum, t.d. um hlutverk klúbbforseta, ritara og gjaldkera.“

Til að byrja á þessum námskeiðum, er fyrsta skrefið að skrá sig í Learning Center, ef þú hefur ekki þegar gert það. Skráðu þig fyrst inn á „My Rotary“ t.d. á slóðinni https://my.rotary.org/en/  og veldu síðan „Learning Center“ undir „Learning and Reference“. Framhaldið ætti að vera auðvelt. Nauðsynlegt er að nota sama netfang og lykilorð fyrir skráningu í Learning Center og þú notar fyrir „My Rotary“. Til að finna okkar námskeið, veldu „Course Catalogs“ og sláðu inn „Icelandic“ í leitarstikuna.  

„Ef klúbbar vilja fá fræðslunefndarmann í heimsókn til að kynna Learning Center og þessi námskeið, hikið þá ekki við að hafa samband við mig beint, randfleck@icloud.com, eða í gegnum umdæmisskrifstofuna,“ sagði Randver Fleckenstein.

 

Related Images:

RELATED ARTICLES
- Advertisment -

Nýjast

Fréttir af klúbbunum