Miðvikudagur, febrúar 28, 2024
HeimFréttirNemendaskipti Rótarý: Umsóknarfrestur til 1. desember

Nemendaskipti Rótarý: Umsóknarfrestur til 1. desember

Undirbúningur að nemendaskiptum Rótarý er hafinn. Æskulýðsnefnd umdæmisins hefur sent út eftirfarandi bréf til embættismanna í klúbbum og félaganna í þeim:

„Ágætu forsetar, ritarar og aðrir rótarýfélagar.

Erindi þessa bréfs er að minna klúbba umdæmisins á að nú er rétti tíminn til að kynna fyrir ungmennum fæddum á árunum 2004-2006 skiptinemastarf Rótarýhreyfingarinnar, en ungmennaþjónustan er fimmta þjónustuleið okkar og það að taka á móti og senda skiptinema milli landa er þáttur í alþjóðlegu friðarstarfi hreyfingarinnar. Rótarýklúbbur sendir skiptinema og tekur á móti erlendum nema á meðan.

Nú erum við á öðru starfsári þar sem engir skiptinemar eru á vegum Rótarýhreyfingarinnar í heiminum.  Fulltrúar æskulýðnefnda Rótarý umdæma eru í þéttu sambandi og erum við að vonast til að sá frestur sem hefur orðið á þessu góða starfi muni renna út í lok júní á næsta ári 2022.  Við höldum ótrauð áfram og erum að hefja undirbúning fyrir næsta skóla ár 2022-2023. 

Ávinningur nemendaskipta er ótvíræður því nemandinn:

 • Lærir annað tungumál en móðurmálið,
 • Kynnist menningu framandi þjóða,
 • Öðlast reynslu daglegs lífs í framandi landi,
 • Stofnar til vináttu við fjölskyldur og skólafélaga,
 • Kynnist hugsjón Rótarý í verki,
 • Er þátttakandi í starfi rótarýklúbbs og væntanlegur rótarýfélagi framtíðarinnar.

Skiptinemar þurfa að vera orðnir 16 ára en ekki eldri en 18 ára þann 1. september árið sem dvölin erlendis hefst. (Einhver lönd gera undantekningu á þessu).

Umsóknarfrestur fyrir næsta skólaár 2022-2023 er til 1. desember nk.

Skiptin eru gagnkvæm þannig að þeir klúbbar sem senda nemendur utan taka á móti jafnmörgum erlendum nemendum í staðinn.  Það sem klúbbarnir þurfa einnig að hafa í huga eru eftirtalin atriði:

 • Finna þarf 1-3 fósturfjölskyldur fyrir skiptinemann allan dvalartímann hér á landi.*
 • Klúbburinn greiðir greiðir skiptinemanum vasapeninga 100 USD á mánuði sem eru
  a. 13.000 ISK á mánuði í dag.
 • Klúbburinn greiðir strætókort, skólagjöld og námsbækur.**
 • Klúbburinn greiðir kostnað við þátttöku skiptinemans í rótarýstarfi, t.d. matarkostnað á fundum.
 • Klúbburinn greiðir afmælis- og jólagjafir til skiptinemans eftir því sem við á.

Hægt er að sækja um styrk upp á kr.150.000 til Rótarýumdæmisins vegna skiptinema til eins árs.

Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu Rótarýumdæmisins: Ungt fólk og Rótarý – Rótarý á Íslandi (rotary.is)      Nú fara ungmennin að banka uppá hjá klúbbunum. Vinsamlegast takið vel á móti þeim. 

Með von um mikið og gott samstarf.

Fyrir hönd æskulýðsnefndar umdæmisins,

Klara Lísa Hervaldsdóttir, formaður, Rótarýklúbbnum Görðum

Tölvupóstur: klaralisah@gmail.com tölvupóstfang nefndarinnar: youth@gmail.com gsm 856 5909

*   Þær fjölskyldur sem senda skiptinema utan hýsa skiptinemann fyrstu mánuðina og fram yfir áramót, en gætu þurft að hýsa erlendan       skiptinema allt að 10 mánuði þó ekki sama skiptinemann nema í 6 mánuði alls.

**  Sumir framhaldsskólar fella niður skólagjöld fyrir erlendu skiptinemana okkar.“

Related Images:

RELATED ARTICLES
- Advertisment -

Nýjast

Fréttir af klúbbunum