NÝJAR GREINAR

Fundur 10.október

miðvikudagur, 10. október 2018

Ragna Dagbjört Davíðsdóttir, Stefán Þorleifsson og Jeff ClemmensenFundurinn er númer 4 á starfsárinu og 2432 frá stofnun klúbbsins.
Gestur fundarins var Ragna Dagbjört Davíðsdóttir verkefnastjóri umhverfismála hjá Fjarðabyggð.
Fjallaði hún um flokkunarkerfi sorps og útskýrði hvernig þriggja tunnu kerfið virkar.  Ítrekaði hún mikilvægi þess að flokka sorp og draga þannig úr urðun, því urðunarland er aldrei nýtt aftur sem nytjaland.  Endurvinnsla snýst um að nýta verðmæti frekar en að urða.  Í máli Rögnu kemur einnig fram að hlutfall endurvinnslu hefur aukist sem þýðir að fólk í Fjarðabyggð er orðið mun duglegra að flokka.

Lestu meira
facebook share button twitter share button linkedin share button

Heimsókn Umdæmisstjóra 3.október -

miðvikudagur, 3. október 2018

Heimsókn UmdæmisstjóraFundur 3 á starfsárinu 2431 frá stofnun klúbbsins. Gestir fundarins eru Garðar Eiríksson umdæmisstjóri og kona hans Anna Vilhjálmsdóttir, einnig kom Jónas Þór frá Rótarýklúbbi Héraðsbúa á fundinn og var mökum félaga boðið. Umdæmisstjóri fer yfir áherslur starfsárssins hjá Rótarý á Íslandi og fer yfir 73. Umdæmisþingið en yfirskrift þess er "byggjum brýr - tengjum fólk".

 

Lestu meira
facebook share button twitter share button linkedin share button

Fundur 26.september - stjórnarskipti

miðvikudagur, 26. september 2018

StjórnarskiptiFundur númer 2 á starfsárinu og fundur nr 2430 frá stofnun klúbbsins.

Fráfarandi stjórn: Áslaug Lárusdóttir forseti, Vilborg Stefánsdóttir ritari og Snorri Styrkársson gjaldkeri.
Nýja stjórn skipa: Sigurður Rúnar Ragnarsson forseti, Kristinn Ívarsson ritari og Snorri Styrkársson gjaldkeri.

 

Lestu meira
facebook share button twitter share button linkedin share button

 

 

Hvað er Rótarý?

Rótarý er alþjóðleg hreyfing fólks úr viðskipta- og atvinnulífi og opinberri þjónustu sem stendur fyrir mannúðar- og menningarstarfi, stuðlar að sem bestu siðgæði í öllum starfsgreinum og hvetur til góðvildar og friðar í heiminum.

LESTU MEIRA

TENGILIÐIR

Netfang: neskaupstadur@rotary.is


UPPLÝSINGAR UM FUNDI

FASTUR FUNDARSTAÐUR:

Hotel Capitano
Hafnarbraut 50
740 Neskaupstaður

Fastur fundatími: Miðvikudaga 18:45

Hér fundum við:
Engin mynd
Næsti fundur:

Fundir á næstunni