Miðvikudaginn 3. nóvember nk. klukkan 17:00 verður haldin fyrsta vefstofan í röð viðburða á vegum Rótarýumdæmisins. Á þessum viðburðum er ætlunin að fjalla um málefni sem eru hreyfingunni mikilvæg. Á fyrsta viðburðinum verður fjallað um félagaþróun og félagagrunninn. Á viðburðunum sem á eftir fylgja er svo ætlunin að fjalla m.a. um æskulýðsmál, fræðslumál, verkefnasjóðinn og umhverfismál.
Eins og fyrr segir verður fyrsti vefviðburðurinn haldinn klukkan 17:00 þann 3. nóvember á Zoom og mun standa í um klukkustund. Á fyrstu vefstofunni verður kastljósinu beint að félagaþróun og verður aðalfyrirlesari á fundinum Guðjón Sigurbjartsson formaður félagaþróunarnefndar.
Hlekkur á viðburðinn: hér