Laugardagur, 14. september 2024
HeimFréttirAlþjóðafréttirNýr alþjóðaforseti Rótarý tekur senn við embætti

Nýr alþjóðaforseti Rótarý tekur senn við embætti

Hinn nýi alþjóðaforseti Rótarý hefur starf sitt 1. júlí n.k. til eins árs. Það er Shekhar Mehta, Rótarýklúbbi Calcutta-Mahanagar, RID 3291 á Indlandi, sem valinn hefur verið til starfans. Hann hefur verið félagi í Rótarý síðan 1984, rekur eigið fasteignafyrirtæki í Kalkútta, og hefur verið mjög virkur í ýmsum verkefnum á sviði heilbrigðis- og mannúðarmála í heimalandi sínu.

Í nýlegu viðtali tjáði Shakhar sig um að félagaþróunin innan Rótarý á heimsvísu væri mikil áskorun fyrir sig og ætti hún að vera algjört forgangsverkefni hjá hreyfingunni í heild. Hann lítur svo á að með skipulegu átaki á mismunandi heimssvæðum, inngöngu ungra Rotaract-félaga í rótarýklúbbana og fjölgun kvenna í klúbbunum, ætti að vera unnt að hækka félagatöluna um 5% á ári. Shekhar Mehta fjallaði m.a. um þetta viðfangsefni á fjarfundi með verðandi umdæmisstjórum. Sjá myndband.

Shekhar og Rashi eiginkona hans hafa ásamt öðru forystufólki Rotary International hafið undirbúning að heimsþingi Rótarý 2022, sem haldið verður í Houston í Texas. Kynningarmyndband hefur verið sent út og skráning þátttakenda er þegar hafin. Sjá myndband.

Related Images:

RELATED ARTICLES
- Advertisment -

Nýjast

Fréttir af klúbbunum