NYHETSARTIKLAR

Heimsókn umdæmisstjóra

2018-10-18

Fyrir hinn eiginlega heimsóknar-fund hafði Garðar átt stuttan en mjög gagnlegan fund með stjórn klúbbsins, þar farið yfir ýmis mikilvæg mál í starfi Rótarýhreyfingarinnar, auk þess sem umdæmisstjóri setti sig vel inn í mál Rótarýklúbbs Ólafsfjarðar.
Rótarýfundurinn var annars hefðbundinn í byrjun; borðhald, forseti setti fund formlega, stallari fór yfir mætingu og ritari las fundargerð síðasta fundar.
Af þeim atriðum loknum var komið að erindi umdæmisstjóra og gaf Gunnlaugur Jón, forseti klúbbsins Garðari orðið.
Garðar hóf mál sitt á að segja deili á sér og Önnu eiginkonu sinni. En eftir það hélt hann afar fróðlegt erindi um nánast öll þau mál sem rótarýmenn hafa haft aðkomu að og varðar hreyfinguna, bæði í fortíð, nútíð og það sem séð verður inn í nánustu framtíð.
Garðar sagði frá einkunaroðum heimsforsetans, Barry Rassin, en þau eru “Be the Inspiration” eða “Verum Fyrirmynd” Þema Garðars fyrir starfsárið 2018-2019 er hins vegar „Byggjum brýr - tengjum folk”.
Eftir að hafa farið yfir helstu alheimsmál hreyfingarinnar, snéri Garðar sér að starfinu hér heima fyrir, fór yfir markmið sín og kom þar fram að Rótarýdagurinn verður haldinn um allt land 23. febrúar 2019. Í máli hans kom einnig fram að hinir árlegu styrktartónleikar Rótarý yrðu í Hörpu 6. janúar. Þar kom fram að sá árlegi tónlistarstyrkur sem þar er veittur er sá lang stærsti fyrir klassíska tónlist á Íslandi,
Það má segja að erindi hans hafi verið innblásið af hvatningu til Rótarýfélaga, auk þess sem hann fór lofsamlegum orðum um starfsemi Rótarýklúbbsins Ólafsfjarðar, eins og fyrirrennar hans hafa gjarnan gert.
Í lok erindisins afhenti hann Gunnlaugi Jóni, forseta merki og fána starfsárins Gunlaugur afhenti honum við það tilefni klúbbfána R.kl. Ólasfjarðar og áfram hélt svo dagskráin.

facebook share button twitter share button linkedin share button

Hvað er Rótarý?

Rótarý er alþjóðleg hreyfing fólks úr viðskipta- og atvinnulífi og opinberri þjónustu sem stendur fyrir mannúðar- og menningarstarfi, stuðlar að sem bestu siðgæði í öllum starfsgreinum og hvetur til góðvildar og friðar í heiminum.

LESTU MEIRA

TENGILIÐIR

Netfang: olafsfjordur@rotary.is


UPPLÝSINGAR UM FUNDI

FASTUR FUNDARSTAÐUR:

Höllin
Hafnargötu 16
625 Ólafsfjörður

Fastur fundatími: Fimmtudaga 19:00

Hér fundum við:
Engin mynd
Næsti fundur:

Vikulegur fundur
2020-02-19 19:00