Miðvikudagur, 16. október 2024
HeimFréttirUmdæmisfréttirÓmar Bragi Stefánsson er nýr umdæmisstjóri Rótarý á Íslandi

Ómar Bragi Stefánsson er nýr umdæmisstjóri Rótarý á Íslandi

Umdæmisstjóraskipti fóru fram 15. júní á Sauðárkróki

Ómar Bragi Stefánsson, félagi í Rótarýklúbbi Sauðárkróks, tók formlega við embætti umdæmisstjóra Rótarý á Íslandi þann 15. júní sl. á stjórnarskiptafundi Rótarýklúbbs Sauðárkróks. Gegnir hann starfinu til 30. júní 2024.

Ómar Bragi tekur við keðjunni úr höndum Bjarna Kr.

Tekur hann við keflinu af Bjarna Kr. Grímssyni sem gegnt hefur starfinu síðasta starfsár.

Ómar Bragi Stefánsson og Bjarni Kr. Grímsson, fráfarandi umdæmisstjóri.

Hann er fæddur á Sauðárkróki, 2. júní 1957 og er sonur hjónanna Stefáns Guðmundssonar, fv. alþingismanns og Hrafnhildar Stefánsdóttur.

Ómar Bragi er giftur Maríu Björk Ingvadóttur, félagsráðgjafa, fjölmiðlakonu og rótarýfélaga og eiga þau þrjú uppkomin börn og fjögur barnabörn.

Ómar Bragi hefur verið rótarýfélagi frá árinu 2000.

Létt var yfir fólki á fundinum.

Ljósmyndir: Annsy

Related Images:

RELATED ARTICLES
- Advertisment -

Nýjast

Fréttir af klúbbunum