Miðvikudagur, 16. október 2024
HeimFréttirÓvanalegu en árangursríku starfsári Rótarý að ljúka

Óvanalegu en árangursríku starfsári Rótarý að ljúka

Starfsári Rótarý lýkur um næstu mánaðamót. Nýjar stjórnir í rótarýklúbbum, umdæmum og í alþjóðahreyfingu Rótarý taka þá til starfa. Á þessum tímamótum hefur Anna Stefánsdóttir, umdæmisstjóri á Íslandi, tekið saman eftirfarandi greinargerð í tilefni af síðasta fundi umdæmisráðs undir hennar stjórn.

Anna Stefánsdóttir, umdæmisstjóri.

„Síðasti fundur umdæmisráðs á rótarýárinu 2019-2020 var haldinn 12. júní s.l. COVID-19
faraldurinn setti sitt mark á starfið í umdæminu á vormisserinu. Fella varð niður alla hefðbunda klúbbfundi í mars og apríl. Fræðslumóti fyrir verðandi stjórnir klúbbanna var frestað til loka ágúst. Opið hús fyrir fyrrum skiptinema og friðarstyrksnema sem útbreiðslu- og félagaþróunarnefnd skipulagði var frestað og fella þurfti niður uppboðið á Rótarýdaginn 19. apríl.  Umdæmisstjóri hvatti klúbba til að halda fjarfundi og reið Rkl. Ólafsfjarðar á vaðið og hélt fund 26. mars. Margir klúbbar fylgdu á eftir og þótti það gefast mjög vel og mörg áhugaverð erindi voru flutt á fundunum.  Sem betur fer horfir allt til betri vegar og klúbbar geta haldið staðbundna fundi og hafa flestir haldið stjórnarskiptafundi.

Farið var yfir styrkveitingar úr verkefnasjóði en alls voru veittir 8 styrkir, flestir til umhverfisverkefna í anda áherslu umdæmisstjóra á umhverfismál.

Soffía Gísladóttir, verðandi umdæmisstjóri 2020-2021, Ásdís Helga Bjarnadóttir, tilnefnd umdæmisstjóri 2021-2022 og Guðbrandur Sigurðsson, aðstoðarumdæmisstjóri.

Mikilvægi Rótarýhreyfingarinnar kemur berlega í ljós nú þegar kórónaveirufaraldurinn geisar um heimsbyggðina. Afleiðingar farsóttarinnar valda mörgum þjóðum miklum erfiðleikum, með auknu atvinnuleysi og skorti á nauðsynjum.  Rótarýhreyfingin ákvað snemma í faraldrinum að veita styrki úr neyðarsjóði sínum til COVID-19 verkefna þ.e. til að takast á við afleiðingar farsóttarinnar. Margir klúbbar víða í heiminum hafa einnig lagt sitt af mörkum og aðstoðað við bjargir í sínu nærsamfélagi.  

Rótarýumdæmið ákvað að taka þátt í verkefni sem Rkl. Reykjavík International á frumkvæði að í samstarfi við rótarýklúbb í Chennaihéraði á Indlandi.  Verkefnið snýst um að safna fé til matargjafa fyrir fátækar fjölskyldur og til kaupa á hlífðarbúnaði fyrir heilbrigðisstéttir.  Chennaihéraðið hefur verið skilgreint rautt svæði, þar er útgöngubann og allt lokað.  Þar er ekkert öryggisnet sem aðstoðar fólk sem missir vinnuna og fær engin laun. Umdæmið ákvað að biðja alla rótarýklúbba að styðja verkefnið. Umdæmisstjóri og viðtakandi umdæmisstjóri sendu bréf til forseta og viðtakandi forseta klúbbanna og hafa viðbrögðin verið góð. 

Björgvin Eggertsson, aðstoðarumdæmisstjóri, Knútur Óskarsson, fyrrv. umdæmisstjóri, Garðar Eiríksson, fyrrv. umdæmisstjóri og Guðlaug Birna Guðjónsdóttir, aðstoðarumdæmisstjóri.

Einnig ákvað umdæmið að taka þátt í samstarfsverkefni rótarýumdæmanna á Norðurlöndum, Rotary og ShelterBox Covid-19 Appel, Team Nordic.  Alls voru keypt 15 ShelterBox eitt fyrir hverja tvo klúbba í umdæminu. Upplýsingar um ShelterBox má finna á slóðinni https://www.shelterbox.dk/

Knútur Óskarsson, umdæmisstjóri 2017-2018, hverfur nú úr umdæmisráði og var honum þakkað samstarfið og mikilvægt framlag til málefna umdæmisins. Einnig hverfa úr umdæmisráði þeir Björgvin Eggertsson og Guðbrandur Sigurðsson aðstoðarumdæmisstjórar. Umdæmisstjóri þakkar þeim sérstaklega góða viðkynningu og fyrir að taka þátt í heimsóknum hennar til klúbbanna.“

 Myndir:MÖA                                                

 

Related Images:

RELATED ARTICLES
- Advertisment -

Nýjast

Fréttir af klúbbunum