Föstudagur, 6. desember 2024
HeimFréttirAlþjóðafréttirÓvissa um framkvæmd ungmennaskipta Rótarý

Óvissa um framkvæmd ungmennaskipta Rótarý

Mikil röskun hefur orðið á skipulagi alþjóðlegra ungmennaskipta á vegum Rótarý vegna Covid-19 faraldursins. Eins og staðan er nú ríkir bann við öllu skiptistarfi vegna ungmenna hjá Rotary International og stendur það til 30. júní n.k.  

„Einhver lönd eru að gera sér vonir um að það verði jafnvel hægt að bjóða upp á sumarbúðir seinni part sumars en mér sýnist útlitið ekki vera gott, allavega ekki ennþá ef marka má suma fulltrúa landanna,“ segir Klara Lísa Hervaldsdóttir, formaður æskulýðsnefndar íslenska umdæmisins.

Æskulýðsnefndin hefur fengið fyrirspurnir um þátttöku í sumarbúðunum í ár og er almennar upplýsingar að finna hér á heimasíðunni. Tengillinn fyrir nánari upplýsingar um ungmennastarfið er: https://www.rotary.is/ungt-folk-og-rotary/sumarbudir-rotary/. Sem stendur er ekki útlit fyrir að neitt sumarbúðastarf verði í boði í sumar. Verði breyting þar á mun það tilkynnt eftir að Rotary International hefur tekið endanlega ákvörðun um annað, líklega um mánaðamótin mars/apríl, sem þýddi að sumarbúðastarf gæti í fyrsta lagi hafist í júlí. Þetta er þó algjörlega óljóst enn.

„Við verðum væntanlega með tvo íslenska skiptinema sem fara til heilsárs námsdvalar erlendis síðsumars,“ upplýsti Klara Lísa. „Við höfum fengið vilyrði fyrir því að þau fari til Þýskalands og Frakklands ef við fáum jákvæðar fréttir frá Rotary International. Svo það er nú eitthvað að gerast sem betur fer.“

 

Related Images:

RELATED ARTICLES
- Advertisment -

Nýjast

Fréttir af klúbbunum