Miðvikudagur, 19. mars 2025
HeimFréttirRkl. Akureyrar vígði "Hermannshöll" í Botnsreit í Eyjafirði

Rkl. Akureyrar vígði „Hermannshöll“ í Botnsreit í Eyjafirði

Félagar í Rótarýklúbbi Akureyrar vígðu hinn 1. júní sl. trjáhýsi sem þeir reistu til heiðurs elsta félaga klúbbsins, Hermanni Sigtryggssyni, í Botnsreit í Eyjafirði. Vefritið Akureyri net. sagði frá.

Botnsreitur er skógarreitur innan við Hrafnagil sem rótarýfélagar hafa ræktað í um 70 ár. Hermann hefur verið félagi í rótaryklúbbnum í 58 ár og verið afar ötull i skógræktinni eins og öðru sem hann hefur tekið sér fyrir hendur á farsælli ævi sinni, eins og einn rótarýfélaginn orðaði það við Akureyri.net.

Hermann hefur um áratugaskeið gengið með hugmynd að uppbyggingu á trjáhýsi í reitnum og ákváðu klúbbfélagar að láta hana verða að veruleika í tengslum við 90 ára afmæli Hermanns á síðasta ári.

Hagleikssmiðurinn Jón Björn Arason á veg og vanda að byggingunni en fékk dygga aðstoð frá rótarýfélögunum Ragnari Ásmundssyni og Ólafi Jakobssyni. Trjáhýsinu var gefið nafn við athöfnina  – Hermannshöll skal hún heita.

                                              Myndir: Guðmundur Baldvin Guðmundsson, Rkl. Akureyrar.

Related Images:

RELATED ARTICLES
- Advertisment -

Nýjast

Fréttir af klúbbunum