Sunnudagur, 6. október 2024
HeimFréttirKlúbbafréttirRotaractklúbbur Reykjavíkur tekinn til starfa

Rotaractklúbbur Reykjavíkur tekinn til starfa

Í fyrradag, 28. júní, var fundur haldinn í Rotaractklúbbi Reykjavíkur þar sem Ásdís Helga Bjarnadóttir, umdæmisstjóri, afhenti Ásthildi Ómarsdóttur, forseta nýja klúbbsins, Rotaract-forsetaband með fallegum skildi sem Rótarýmdæmið á Íslandi gefur nýja klúbbnum. Ásdís Helga ávarpaði hópinn.

Að sögn Guðjóns Sigurbjartssonar, form. félagaþróunar- og útbreiðslunefndar, er nýi klúbburinn vel skipaður og afar efnilegur. Áformað er að starfið fari af stað með haustinu og að þá fjölgi verulega í klúbbnum.

Stuðningsklúbbur Rotaractklúbbsins er Rótaryklúbburinn Reykjavík Miðborg sem heldur fundi í Nauthól hjá Háskólanum í Reykjavík, þar sem undirbúningur að stofnun Rotaractklúbbsins hefur farið fram. 

„Hrefna Sigríður Briem, forseti Rkl. Miðborg, á hrós og þakkir skildar fyrir sitt öfluga starf við stofnun klúbbsins og Davíð Stefán Guðmundsson, viðtakandi forseti klúbbsins einnig. Við sem unnið höfum að stofnun þessa nýja klúbbs og jafnframt að stofnun Rotaracklúbbs Akureyrar, sem stefnt er að með haustinu, höfum mikla trúa á að Rotaractklúbbar verði mjög góð og mikilvæg viðbót við starf Rótarý á Íslandi,“ sagði Guðjón Sigurbjartsson, sem einnig tók meðfylgjandi mynd.

 

 

Related Images:

RELATED ARTICLES
- Advertisment -

Nýjast

Fréttir af klúbbunum