Miðvikudagur, 16. október 2024
HeimFréttirAlþjóðafréttirRótarý á Íslandi gaf tölvubúnað í félagsmiðstöðvar á Indlandi

Rótarý á Íslandi gaf tölvubúnað í félagsmiðstöðvar á Indlandi

Í gær fór fram formleg afhending á tölvubúnaði sem Rótarý á Íslandi hefur tekið þátt í að fjármagna í þágu félagsmiðstöðva í Chennai á Indlandi. Rotary Global Grants-sjóður alþjóðahreyfingar Rótarý studdi þetta samstarfsverkefni rótarýumdæma og klúbba á Íslandi og á Indlandi.

Ásdís Helga Bjarnadóttir, umdæmisstjóri, ávarpaði rótarýfundinn í Chennai og flutti kveðjur og árnaðaróskir frá umdæminu hér á landi auk þess sem hún greindi frá helstu verkefnum Rótarý á Íslandi.

Ásdís Helga futti sérstakar kveðjur til félaga í indverska rótarýklúbbnum. 

Afhendingarathöfninni var sjónvarpað í streymi á Zoom, með þátttöku rótarýfólks og gesta í Chennai ásamt rótarýfélögum á Íslandi, sem fylgdust með á skjánum. Hófst hún kl. 13.00 að íslenskum tíma og stóð í 40 mínútur.

Bala Kamallakharan og nokkrir félagar hans í Rkl. Reykjavík international voru meðal þeirra sem tóku þátt í athöfninni á Zoom..

Bala Kamallakharan, félagi í Rkl. Reykjavík International, hlaut lof og sérstakar þakkir fyrir forgöngu hans um þetta samstarfsverkefni hér á landi og hlut klúbbs hans og íslenska rótarýumdæmisins í því.

Tölvurnar afhentar „í beinni“ á rótarýfundinum í Chennai í gær.

Fjármögnun var með þeim hætti að Rótarý á Íslandi lagði fram 21.000 USD, Rótarýklúbbur  Chennai 13.000 USD og mótframlag Rotary Global Grants sjóðsins nam 18.000 USD. Heiti verkefnisins á ensku er „Bridging the digital divide“. Tölvubúnaðurinn verður settur upp í þremur félagsmiðstöðvum í Chennai og mun nýtast um 500 börnum og unglingum, sem þær sækja að staðaldri.

 

Related Images:

RELATED ARTICLES
- Advertisment -

Nýjast

Fréttir af klúbbunum