Fimmtudagur, febrúar 22, 2024
HeimFréttirRótarý eflir tengsl og styrkir vináttu

Rótarý eflir tengsl og styrkir vináttu

Í vor kom beiðni frá brasilískum rótarýfélaga, Alberto Passalacqua, um að íslenska umdæmið yrði í sambandi við son hans, Alexandre Passalacqua, sem nú er fluttur til Íslands, kominn í starf og hefur hug á að festa rætur hér.  
Soffía Gísladóttir, umdæmisstjóri, sneri sér til Klöru Lísu Hervaldsdóttur og bað hana sem formann æskulýðsnefndar um að athuga, hvort ekki væri unnt að gera eitthvað fyrir hann, allavega að hafa samband við hann. 
„Ég ákvað að hringja í hann og það vildi svo heppilega til að minn klúbbur, Rótarýklúbburinn Görðum, átti að vera á rótarýfundi á Bessastöðum tveimur vikum síðar,“ útskýrði Klara Lísa. „Ég fékk leyfi hjá Guðrúnu Högnadóttur, forseta klúbbsins, til að bjóða Alexandre með á fundinn ásamt öðrum ungum manni, Kristófer Ólasyni, sem hafði farið á vegum klúbbsins til Brasilíu sem skiptinemi fyrir nokkrum árum. Alexandre hafði sjálfur verið skiptinemi á vegum Rótarý á Taiwan.“
Það varð úr að ungu mennirnir fóru með klúbbnum á Bessastaði og fengu að hitta forsetann og spjalla við hann.  Það voru teknar nokkrar myndir og Alexandre fékk þær og sendi föður sínum.  Honum þótti það stórmerkilegt að sonurinn hefði fengið að hitta sjálfan þjóðhöfðingjann, og allt í gegnum Rótarý. Hann sendi myndirnar til umdæmisins í Brasilíu og var birt frétt í Rotarýblaði þess um heimsókn sonarins til forsetans.
 

Related Images:

RELATED ARTICLES
- Advertisment -

Nýjast

Fréttir af klúbbunum