Föstudagur, september 29, 2023
HeimFréttirAlþjóðafréttirRotary Foundation; kjölfesta í hjálparstarfi víða um heim

Rotary Foundation; kjölfesta í hjálparstarfi víða um heim

Þau Garðar Eiríksson og Anna Stefánsdóttir, fyrrverandi umdæmisstjórar Rótarý á Íslandi, gerðu á umdæmisþingi grein fyrir starfsemi Rótarýsjóðsins og framvindu PolioPlus átaksins til útrýmingar lömunarveiki í heiminum.

„Rótarýsjóðurinn er góðgerðastofnun og flaggskip Rótarýhreyfingarinnar,“ sagði Garðar í kynningu sinni. Hann benti á að sjóðurinn væri ein mikilvægasta góðgerðastofnun heims og margviðurkenndur fyrir góða og örugga meðferð fjár sem safnast, og lágan rekstrarkostnað.

Rótarýsjóðurinn er deildaskipt stofnun og má þar helst nefna:

PolioPlus Fund. Vinnur að útrýmingu lömunarveikinnar og nýtur til þess stuðnings styrktarsjóðs Bill og Melindu Gates.

Annual Fund. Helmingur fjár sem umdæmi greiðir til sjóðsins skilar sér til baka að þremur árum liðnum, og getur umdæmið þá ráðstafað fénu til verkefna á sínum vegum.

Endowment Fund. Fjárfestir til framtíðar og nýtur ávöxtun til góðra verka.

Peace Fund. Styður háskólanema til framhaldsnáms í friðarfæðum.

Disaster Relief Fund. Veitir fé til hjálparstarfs á átaka- og hamfarasvæðum.

Fulltrúar á umdæmisþingi Rótarý fylgdust með kynningu á hinum ýmsu þáttum í störfum hreyfingarinnar heima og erlendis.

Rótarýsjóðurinn er fjármagnaður með framlögum frá rótarýfélögum, rótarýklúbbum, með stuðningi frá almenningi, framlögum frá fyrirtækjum og góðgerðastofnunum eins og Bill og Melindu Gates-sjóðnum. Ýmar leiðir eru til að gefa fé í Rótarýsjóðinn. Á rotary.is er hnappur og einnig á rotary.org. Markmiðið er að framlög til sjóðsins verði 60 USD á hvern rótarýfélaga á Íslandi á yfirstandndi starfsári. Síðustu 5-6 árin hafa íslenskir rótarýfélagar stutt margvísleg verkefni á vegum Rótarýsjóðsins, samtals að fjárhæð tæplega 200 þús. USD eða um 25 milljónir króna.

Anna Stefánsdóttir gerði grein fyrir stöðu PolioPlus-átaksins. Lömunarveikiveiran greinist í tveimur löndum heims, Afghanistan og Pakistan. Sjúkdómurinn getur breiðst út. Bólusetningu verður haldið áram næstu árin. Unnið er að því að fá sjálfboðaliða til að taka þátt í bólusetningu víðsvegar um heiminn.

Samkomulag er við Bill og Melindu Gates-sjóðinn um að  hann leggi 100 millj. USD árlega til verkefnisins til ársins 2023 á móti 50 milljónum USD frá Rotary International. Rótarý á Íslandi lagði 32.472 USD í PolioPlus-sjóðinn árið 2020-2021 eða 4,3 millj. króna.

RELATED ARTICLES
- Advertisment -

Most Popular

Recent Comments