Laugardagur, 14. september 2024
HeimFréttirUmdæmisfréttirRótarý og Stóri plokkdagurinn 30. apríl

Rótarý og Stóri plokkdagurinn 30. apríl

Það er gleðiefni að tilkynna að Rótarý á Íslandi hefur gengið til liðs við Stóra plokkdaginn. Umdæmisráð Rótarý tók ákvörðun um að hreyfingin yrði bakhjarl þessa átaks enda samræmist það áherslum Rótarý um umhverfismál og það að láta gott af sér leiða.

Rótarý vill vera hvetjandi og leiðandi afl fyrir Stóra plokkdaginn og bætast í hóp öflugra einstaklinga, fyrirtækja og stofnana sem taka þátt.

Rótarýklúbbar hafa verið hvattir til að taka þátt í deginum og skipuleggja plokkviðburð í tvo til þrjá tíma milli kl. 10 og 16 á deginum sjálfum 30. apríl.

Fjölmargir klúbbar taka þátt í verkefninu á sunnudag og öllum velkomið að taka þátt.

 

Related Images:

RELATED ARTICLES
- Advertisment -

Nýjast

Fréttir af klúbbunum