Fimmtudagur, febrúar 22, 2024
HeimFréttirAlþjóðafréttirRótarý vinnur að friði

Rótarý vinnur að friði

Rótarý á Íslandi tekur undir orð Rotary International er send voru út til félagsmanna:

„Þetta er hræðilegur og sorglegur tími fyrir íbúa Úkraínu og allan heiminn.
Hjá Rótarý höfum við miklar áhyggjur af versnandi ástandi í Úkraínu, mannfalli, ógnum og erfiðleikum. Áframhaldandi hernaðaraðgerðir gegn Úkraínu munu ekki aðeins valda eyðilegginu þar í landi, heldur auka hættu á hörmulegum afleiðingum um alla Evrópu og heimsbyggðina í heild.
Sem ein af stærstu mannúðarsamtökum heims höfum við gert friðinn að hornsteini alþjóðlegs verkefnis okkar. Við tökum þátt í alþjóðasamfélaginu og leggjum áherslu á brottkvaðningu rússnesks herliðs frá Úkraínu og endurreisn diplómatískra leiða til að binda enda á þessi átök með samræðum.
Undanfarinn áratug hafa rótarýklúbbar í Úkraínu, Rússlandi og nærliggjandi löndum unnið saman og tekið virkan þátt í verkefnum til eflingar friðar og til að stuðla að góðvild og umhyggju í garð þolenda stríðsátaka og ofbeldis.
Í dag er hugur okkar hjá samferðafólki okkar í Rótarý og öðrum í Úkraínu er þarf að upplifa þessa hörmulegu atburði. Alþjóðahreyfing Rótarý mun gera allt sem í sínu valdi stendur til að veita aðstoð, stuðning og vinna að friði á svæðinu.“

Friðarmiðstöðvar Rótarý (Rotary Peace Centers) eru staðsettar á fimm stöðum um heiminn. Á hverju ári er auglýst tveggja ára meistaranám í friðarfræðum. Rótarý veitir um 50 styrki til náms og rannsókna sem tengjast alþjóðastarfi og eflingu friðar í heiminum. Umsóknarfrestur rennur út í maí sjá https://www.rotary.is/althjodlegir-fridarstyrkir-rotary/ og https://on.rotary.org/3BUqryw

 

Related Images:

RELATED ARTICLES
- Advertisment -

Nýjast

Fréttir af klúbbunum